En ég komst alla vegna til Vancouver heil, með allt dótið mitt. Sit núna og bíð eftir að hliðið verði opnað og þá fer ég í flug til Seattle. Svo verð ég víst þar alveg heil lengi. Og svo fer ég annaðhvort beint til Íslands eða ég fer til Glasgow, og svo til Íslands. En ég er nú að vona að þess þarf ekki.
Annars er lítið að frétta héðan. Ég er alveg dauðþreytt. Ég átti rosalega erfitt með að sofa í gær, og ég er nokkuð viss um að ég svaf bara í 20 - 30 mínútur áður en vekjaraklukkan mín hringdi. En ég fer nú í langt flug á eftir og planið mitt er að sofna í þeirri flugvél.
Jæja, ég ætla að dunda mér í að gera eitthvað annað. Ég skelli kannski inn aðra færslu þegar ég er í Seattle, hver veit hvað gerist?
:)
1 comment:
Gaman að heyra frá þér. Ég kannast vel við að sofa illa síðustu nóttina fyrir flug. Ég óttast alltaf að vakna ekki við klukkuna. Svo er spurningin hvort klukkan sé nú ekki örugglega rétt stillt...
En gangi þér vel og vonandi nærð þú að sofna í vélinni heim á leið. Svo er bara að vona að vindarnir blási nú örugglega öskunni frá Keflavík.
Post a Comment