27 April 2010

Flug, flug, flug, og meiri flug

Jæja þá er stóra ferðin mín heim hafin. Ég er stödd í Vancouver, að notfæra mér ókeypis internetið. Mjög gaman :)

En ég komst alla vegna til Vancouver heil, með allt dótið mitt. Sit núna og bíð eftir að hliðið verði opnað og þá fer ég í flug til Seattle. Svo verð ég víst þar alveg heil lengi. Og svo fer ég annaðhvort beint til Íslands eða ég fer til Glasgow, og svo til Íslands. En ég er nú að vona að þess þarf ekki.

Annars er lítið að frétta héðan. Ég er alveg dauðþreytt. Ég átti rosalega erfitt með að sofa í gær, og ég er nokkuð viss um að ég svaf bara í 20 - 30 mínútur áður en vekjaraklukkan mín hringdi. En ég fer nú í langt flug á eftir og planið mitt er að sofna í þeirri flugvél.

Jæja, ég ætla að dunda mér í að gera eitthvað annað. Ég skelli kannski inn aðra færslu þegar ég er í Seattle, hver veit hvað gerist?

:)

25 April 2010

25. apríl 2010

Jæja, þá er ég orðin fullorðin.
Alla vegna á Íslandi, og í Namibíu.
Reyndar ekki í þeim hluta Kanada sem ég bý í augnablikinu.

En já. Á þriðjudaginn s.l. þá varð ég 18 ára :) og ég hélt auðvitað upp á það.
Veðrið í Prince George var rosalega gott. Yfir 20 stiga hiti og sól þannig að við klifruðum út um gluggann okkar og lékum okkur aðeins í sólinni.
Svo um kvöldið fórum við til McDonald's fyrir afmælismatinn minn. Og maturinn var góður :)




















Svo fórum við aftur í herbergið okkar og vorum þar að spila aðeins, og svo löbbuðum við til Shane Lake, sem er ca. 10 mínútna göngutúr frá háskólanum. Og, eins og hún móðir mín veit, þá var ég þar alveg heil lengi :)
En þetta var mjög gaman. Og ég fékk alveg rosalega góða afmælistertu :)




















Svo á miðvikudaginn fluttum við allar út úr húsnæðinu. Ég er akkúrat núna stödd í lítinn bæ í vestur-hluta Kanada sem heitir Quesnel. Svo á morgun fer ég aftur til Prince George, og svo á þriðjudaginn legg ég af stað til Íslands og Namibíu.
Og það verður alveg svakalegt ferðalag. Út af þessu eldfjalli þá þarf ég að taka smá detour á leiðinni til Íslands. En þetta reddast alveg. Ég hlakka bara til að komast heim til mín í Namibíu. (Aðeins 5.5 dagar núna :D )

Jæja, ég ætla að halda áfram að horfa á hokkíleikinn.

:)

14 April 2010

14. apríl 2010

Já, Apríl mánuður er hálfnaður. :0

Ég ætla að byrja á að óska henni ömmu minni til hamingju með afmælið í gær. Aðeins of sein, en ég gleymdi að blogga í gær. Betra seint en aldrei.

Svo, fyrir þá sem vita ekki, á ég afmæli eftir 6 daga :) Og ég verð komin til Íslands eftir 14 daga :) Og svo verð ég komin heim til Namibíu eftir aðeins 17 daga :) Ég er mjög spennt, bara svo allir vita.

Annars er lítið að frétta héðan. Prófin mín eru byrjuð. Fyrsta prófið mitt var á mánudaginn, og það var í þjóðhagfræði. Svo er annað próf á eftir, og það er víst rekstrarhagfræði. Svo eru tvö próf á laugardaginn; alþjóðafræði og tölfræði, og ég er mjög ósátt við að skrifa tvö próf á laugardegi. Og svo er síðasta prófið mitt á mánudaginn næstkomandi, og það verður stjórnmálafræði.
Og svo er ég bara búin :)

Svo er ég ógeðslega spennt til að koma aftur í September. Ég og ein vinkonan mín, Laura, erum búnar að finna íbúð saman. Þannig að ég hlakka mjög mikið til að koma aftur og búa þar :)

Jæja, ég ætla að læra smá meira
:)