28 February 2010

Betra seint en aldrei!

Ég ákvað að taka mér smá pásu frá lærdóminum mínum og skella inn einni færslu fyrir ykkur :) Eins og þeir sem lesa bloggið mitt munu væntanlega vita, þá var miðannarfrí hjá mér í þar síðustu viku og ég skrapp til lítinn bæ sem heitir Valemount. Ég gisti þar hjá einni vinkonu minni og fjölskyldu hennar og þetta var alveg þokkalega skemmtileg ferð :)

Ég fékk far þangað á miðvikudeginum og á fimmtudeginum fórum við Emily (vinkonan mín) í smá fjallagöngu. Reyndar löbbuðum við ekki upp fjallið, heldur fórum við á skíði ca. 2/3 af leiðinni sem við ætluðum. Þetta kallast víst 'telemarking' og er mjög svipað og cross-country skiing. Þið vitið væntanlega öll að ég er ekki mikið fyrir útivistar íþróttir en þetta var bara mjög gaman. Ég var reyndar á taugum mikið af leiðinni en sem betur fer datt ég bara tvisvar og mér fannst það bara mjög ágætt :)

Svo á laugardeginum fórum við til Jasper og ég lærði á skíði :) Það var alveg GEÐVEIKT gaman :)

Jæja, þetta hlýtur að duga í bili. Hér fyrir neðan set ég nokkrar myndir úr ferðalaginu :)




















































































12 February 2010

Fjölgun :)

Jæja, þá eignaðist ég litla fjölskyldu í gær :)
Eftir að ég las á blogginu hans pabba að hann Rúnar Atli hafi fengið 10 fiska, þá fór ég að sakna mín gæludýr sem ég átti í minni barnæsku.

Þannig að seinni partinn í gær fór ég í dýra búð með vinkonum mínum og ég keypti mér einn fisk og einn lítinn frosk :) Ég er mjög sátt með litlu fjölskylduna mína. Alveg ógeðslega ánægð að eiga frosk :) Og fiskurinn minn er hvítur og ógeðslega flottir.















Hérna er fiskurinn minn sem heitir Aristotle :)












Hérna er froskurinn minn sem heitir Bubba (ekki borið fram eins og söngvarinn)















Og svo ein önnur mynd af fiskinum mínum af því að hann er bara svo myndarlegar :)

:)

07 February 2010

Körfubolti

Eins og lang flestir hljóta að vita, þá er körfubolti frekar stór íþrótt í Norður Ameríku. Háskólinn minn er auðvitað með körfubolta lið og það eru leikir aðra hvora viku. Ég fór á leikinn þeirra á föstudaginn sl. og dundaði mér að taka myndir á meðan.

Ég setti myndirnar á facebook en ég veit að það eru sumir sem eru ekki með facebook hóst Davíð hóst. Og þess vegna ákvað ég að skella nokkrum inná bloggið :)





Próf, próf og fleiri próf

Eins og titillinn gefur í skyn þá eru próf hjá mér. Ég var í tveimur prófum í síðusu viku; stjórnmálafræði á miðvikudaginn og tölfræði á fimmtudaginn. Prófið voru alveg ágæt, mér fannst ganga þokkalega vel og ég sé til hvort að ég hafi rétt fyrir mér þegar ég fæ einkunninar :) Svo er ég í tveimur prófum í þessari viku; alþjóðafræði er á miðvikudaginn og rekstrarhagfræði á fimmtudaginn. Svo er síðasta prófið mitt þann 23. febrúar, og það mun vera þjóðhagfræði próf.
En svo byrjar næsta próf-lotan í mars og svo eru loka prófin mín í apríl.
Þannig að ég er alveg á fullu að læra alla daga.

En annars er háskólalífið alveg þokkalegt. Ég fór og verslaði aðeins í matinn í síðustu viku og keypti mér 3 kíló af kjúklingabringum fyrir 20 kanada dollara. Með skatti. Sem er frekar ódýrt. Þannig að það verður bara kjúklingur í matinn hjá mér í smá tíma :)

Svo byrjar mitt svo-kallaða 'spring break' á föstudaginn næstkomandi. Ég ætla að fara til Valemount með vinkonu minni og gista hjá henni í nokkra daga. Og svo ætlum við að fara til Jasper og hitta tvær vinkonur okkar þar og planið er að gista í Jasper út vikuna. Þetta á að vera algjör snjóbrettis ferð og ég hlakka til að sjá hvernig það mun ganga af því að ég hef aldrei farið á snjóbretti á ævinni minni. En þetta verður væntanlega mjög gaman :)

Fyrir þá sem að vita ekki hvar Jasper og Valemount eru, þá eru herna tveir linkar að Google Maps sem sýna hvar þetta er.


Og fyrir þá sem að muna ekki, þá bý ég í Prince George þannig að þið ættið að geta áttað ykkur á fjarlægðini.

Jæja, þetta hlýtur að duga í bili :)