28 May 2008

Miðvikudagur?

Já þá er síðasta vikan í maí hálfnuð....

Og ég ætla bara að byrja á því að óska henni mömmu minni til hamingju með afmælið í fyrra dag :) Og hann Davíð átti víst afmæli í gær, til hamingju með það :)

Svo eftir akkúrat viku verður hún systir mín tvítug... Allir að verða svo gamlir :O

En annars er ekkert mikið að frétta á þessum hluta jarðar...
Var í löngu fríi yfir helgina, fengum frí á mánudag :)
þannig að á föstudaginn fór ég út og gisti hjá Danielle. Svo á laugardaginn var ég bara heima að horfa á Eurovision með honum pabba.... Ekkert æðislega gaman en hey :P Svo á sunnudaginn fór ég til Mali og Skyler og við horfðum nú bara á nokkrar myndir og síðan kom ég heim. Og á mánudag vorum við með gesti þannig að ég eyddi nú bara seinni hluta dagsins að hjálpa til með matinn og svoleiðis

Svo er ekkert annað að gerast hér. Ætla í klippingu og litun bráðum, hlakka til þess :)

En já, ætla að gera eitthvað productive núna :)

22 May 2008

Veikindi, úrslitaleikur og svo svör...

já ekkert mikið hefur gerst á undanförnum dögum hjá mér..
Er búin að vera með alveg svakalegan hósta í nokkra daga, alla vegna síðan laugardaginn sl. og svo í fyrradag þá var ég sí-hóstandi og munaði litlu að ég gæti andað. Þannig að ég sleppti skólanum í gær með þeirri von að þetta mundi lagast með miklum svefni. Fór því aftur upp í rúm um það leyti sem pabbi og Rúnar Atli lögðu af stað í vinnuna/skólann. Náði að sofna, en vaknaði síðan við sms frá pabba um 9-leytið en sofnaði aftur stuttu seinna :) Síðan vaknaði ég hálf tvö þegar pabbi hringdi í mig að láta mig vita að hann væri kominn heim og að hann Rúnar Atli væri með skurð á kinninni og hafi farið á spítala.
Jæja, ekkert smá sár hjá honum bróður mínum, en þetta lagast alveg.

Svo þegar pabbi var kominn heim úr vinnunni um 5, þá settumst við fyrir framan sjónvarpið og byrjuðum að horfa á Love Actually. Síðan 7.30 var slökkt á myndinni og við undirbúðum okkur fyrir stórleikinn Manchester United - Chelsea. S.s lokaleikur evropukeppninar.
Og ekkert smá góður leikur. Það var ekki talað um neitt annað í skólanum í dag. Sumir mættu í Manchester bolum eða með Manchester fána. Og fyrir þá sem vita ekki, þá fór leikurinn 1-1 og síðan tapaði Chelsea í vítaspyrnukeppni :(
Og það eru margir sem vilja kenna honum Terry um þetta, en mér finnst það ekkert vera honum að kenna. Þannig að já.
Svo rúmlega 10 mínútum eftir að leikurinn kláraðist fékk ég símtal frá honum Eben. Og hann vildi bara hlægja að mér og mínu liði af því að við töpuðum. (hann er nefnilega Manchester aðdáandi og ég Chelsea...) Svo nokkrum mínútum seinna fékk ég örugglega 5 sms frá mismunandi fólki...
Skemmtilegir vinir

Jæja, þá kemur að því sem ég veit að þið hafi verið að bíða eftir... Svör við spurningum ykkar =/

Ok. Byrjum bara á basics.
Hann heitir Eben og er 20 ára gamall (verður 21 í september). Hann er héðan og já... Er með vinnu og æðislega nettan, lítinn, gulan bíl :)
Og Doddi... GLÆTAN að þú fáir að hitta hann. Bara nei. Alls ekki. Ég mótmæli því algjörlega.
Og til að svara þér Davíð, þá já... Ef að einhver annar álitlegur gaur mætir á svæðið, þá er ég á lausu. Þannig er það bara.
Til að vitna í henni móður minni, 'þá ertu bara ung einu sinni. Strákarnir koma og fara. Njóttu þess á meðan að þú getur.'

Ég ætla að vona að þetta hafi nægt ykkur.

:)

20 May 2008

Safarík fjölskyldubloggsíða?

ja hérna...
nú er ég hissa....

það kemur í ljós að fólki finnst lífið mitt vera eitthvað 'djúsí'.... s.s. hún móðir mín og hann föðurbróðir minn eru að ræða um það hvernig það er ekki sanngjarnt að það sé 'þaggað niður' í þeim þegar eitthvað 'djúsí' gerist.....

hömm

gott að vita að fjölskyldan hefur svona rosa mikinn áhuga á lífinu mínu...
en það er nú svosem ekkert æðislega spennandi saga hér á ferð gott fólk

en já, um leið og ég næli mér í einhvern þá flæða bara inn spurningarnar....
og hvað skal gera þegar fólk heldur áfram að spurja út í þetta?

eina ráðið sem ég finn, er bara einfaldlega að svara spurningunum...
þannig að, elsku fjölskyldan mín, þið megið 'ask away'..........

skemmtið ykkur vel með það

19 May 2008

Listaverkið mikla


Já... fór síðan á laugardaginn sl. í skólann að reyna að klára listaverkið af honum bróður mínum

Náði reyndar ekki að klára myndina, hafði ekki tíma til að gera bakgrunninn
En kláraði líkamann

Hér er svo mynd af því;

Ástarlífið

Já. Okei.

Í tilefni af því að sumt fólk er farið að hafa samræður um ástarlífið mitt ákvað ég bara að blogga til að 'clear all confusion'.

Í fyrsta lagi, Elli minn, er ég hætt með 'Rússanum'. Já. Sönn saga. Og það er næstum því mánuður síðan.
Og svo af því að ég get séð að hún elsku móðir mín vill fara og kommenta eitthvað meira þá ætla ég bara að segja ykkur, hér og nú, að ég er ég með öðrum, en erum samt ekki saman...(ánægð mamma?)

Þannig að já.
Þá vitið þið það.
Og nú held ég að það sé mjög lítil ástæða til að halda þessari samræðu áfram með að kommenta...

Honestly fólk

15 May 2008

Bara blogg



Ok, fyrst að næstum því öll fjölskyldan er með bloggsíðu þá ákvað ég að byrja með eina líka.. Svona algjör hermikráka :)

Það er nú svosem ekkert mikið til að segja frá...
Skólinn byrjaði á þriðjudaginn, ekkert mikið spennandi þar. Er á fulla að reyna að klára þessa blessuðu mynd af honum bróður mínum. Ég má ekki skila henni eftir klukkan 12 að hádegi á laugardaginn og þarf þá að drífa mig í að klára hana... =/
Er ekkert æðislega góð mynd =/ þoli ekki að mála, litirnir drepa mig...

En jæja, ég hef víst listaverk til að klára