05 July 2010

5. júlí 2010

Já, það er orðið frekar langt síðan að ég bloggaði. 2 mánuðir og 8 dagar to be exact.

Það er lítið að frétta héðan. Namibía er eins og Namibía hefur alltaf verið. Voðalega lítið breytist í þessu landi. En þetta er ágætt :)
Ég fer svo aftur til Kanada eftir tæplega 2 mánuði og ég er farin að hlakka frekar mikið til. Ég hlakka alveg rosalega til að flytja inn í íbúðina mína og byrja aftur í tíma og allt þannig :)

Svo núna um helgina þá fór ég í sveitina með nokkrum vinum. Ein besta vinkonan mín á afmæli í dag og hún hélt uppá það um helgina í sveitinni sem fjölskyldan hennar á, rétt fyrir utan Windhoek. Það var alveg rosalega gaman. Við lögðum af stað á föstudaginn og komum aftur í gær.
Og aðal fréttin er hvað ég gerði á laugardaginn.
Pabbi vinkonu minnar er algjör búi og gerir náttúrulega mjög búa-lega hluti. Og hann ákvað að á laugardaginn mundu allir fá að skjóta rifil sem hann á. Þá var sett upp svona target-dæmi og allir fengu að prófa. Og ég prófaði auðvitað :) Þetta var í fyrst skipti sem ég hef nokkurn tíman haldið á byssu, og adrenalínið var í miklu magni í líkamanum mínum. Hjartað sló eins hratt og það mögulega gat. Satt að segja var ég með smá áhyggjur að ég, eins og sú manneskja sem ég er, mundi einhvern veginn ná að skjóta sjálfa mig. En sem betur fer gerðist það ekki :) Og ég hitti bulls-eye þegar ég loksins skaut :) Ég var alveg svakalega stolt af sjálfri mér.




















En ég held að ég sé ekki að fara að skjóta neinar aðrar byssur á næstunni. Þetta er ekki alveg fyrir mig :)

No comments: