06 December 2008

Ísland

Já, það er nú orðið frekar langt síðan að ég hef bloggað síðast, bara heill mánuður og tvo daga :)
Og það er búið að segja mér að blogga þannig að ég ákvað bara að blogga :)

En alla vegna, þá er ég á Íslandi. Og það er rosalega kalt. Alveg ROSALEGA kalt. Brr. Búinn að vera snjór, rigning, hálka og bara allt fyrir utan haglél. En þetta er nú svosem alveg ágætt.

Er síðan byrjuð í ökutíma, hef farið í 5 tíma og á 11 eftir. Og það gengur bara mjög vel :) Ökukennarinn minn segir að mér gengur vel og allt er bara eins og það eigi að vera. Síðan fer ég í ökuskólann 15. des til 18. des. Fer í bæði ökuskóli 1 og ökuskóli 2 núna af því að það verður engin tími fyrir mig til að gera það í maí þegar ég kem til að taka bílprófið. Ég er alla vegna mjög spennt, það eru u.þ.b. 4 mánuðir í bílpróf :))

Annars hef ég verið að gera voðalega lítið á Íslandi. Aðallega verið að horfa á sjónvarpið, sem er frekar stór atburður hjá mér af því að ég horfi mjög sjaldan á sjónvarp. Síðan hef ég verið að hjálpa mömmu að pakka inn jólagjöfum, og taka upp jólaskrautið okkar. En síðan er komið í ljós að ég er búin að fá vinnu í 10-11 hjá Dagmar :) Byrja á morgun, en þá ætlar Dagmar að þjálfa mig. Síðan er bara spurning um hversu oft ég fæ vaktir. Alla vegna hef ég þá eitthvað að gera á deginum.

En já, ég ætla að sofa; þarf víst að vakna snemma í fyrramálið.

04 November 2008

Próf

Jæja. Þá eru öll listaprófin á þessu ári búin :)
30 tímar af list búið á rúmlega 10 dögum :)
Ég skrifaði design prófið í síðustu viku og síðan interpretive í dag og í gær.

Hér er mynd af design prófinu:



Hér er mynd af interpretive prófinu:



Síðan eru bara 12 próf eftir :) 22 dagar og þá er ég bara búin með 11. bekk :)
Hlakka ekkert smá til :)

En já, ætlaði bara að skella inn myndunum :)

22 October 2008

Eitt búið, 16 eftir.

Þá er fyrsta loka prófið mitt í 11. bekk búið :D

Það var ekkert annað en listaprófið stóra.
10 tíma próf. Úff. Fyrstu fjórir tímarnir voru í gær eftir skóla, frá 2 - 6. Var að drepast úr þreytu, drakk 3 kaffibolla á milli 6.30 um morgunin og 1.30; og síðan drakk ég red bull þegar ég var í prófinu en var alveg búin klukkan 6.
Síðan í morgun voru hinir 6 tímarnir, frá 7 - 1. Var mætt út í skóla 6.40, með kaffibolla í hendi :)

Hér er síðan mynd af prófinu þegar eftir 4 tíma:


















og hér ér síðan mynd af 'the finished product'


Síðan eru 16 próf eftir.
24. október
- stærðfræði
- stærðfræði
29. október
- líffræði practical
30. og 31. október
- lista próf 2
3. og 4. nóvember
- lista próf 3
12. nóvember
- landafræði practical
14. nóvember
- hlustunarpróf í frönsku
17. nóvember
- enska
- franska
20. nóvember
- franska
21. nóvember
- landafræði
- landafræði
24. nóvember
- stærðfræði
25. nóvember
- stærðfræði
26. nóvember
- líffræði
- líffræði

Og þá er ég búin með 11. bekk og komin í frí þangað til 14. janúar 2009 þegar ég byrja í 12. bekk sem er mitt síðasta skóla ár ever :D:D:D:D:D:D

En ég er nú alveg að drepast úr stressi þessa dagana. Hef varla tíma til að sofa af því að ég er svo upptekin með skóla. Ekki mjög gaman...

16 October 2008

Listin

Já það er þannig að lista prófin mín byrja í næstu viku...
Þetta er það fyrsta af þremur prófum, og er hvert próf 10 klukkustundir; 4 klukkutíma eftir skóla og síðan 6 klukkutíma daginn eftir..

Fyrsta prófið mitt er observational, og ég ætla að teikna brú.
Er þá búin að vera að æfa mig að teikna mismunandi brýr og ákvað bara að skella inn nokkrum myndum af því sem ég hef verið að æfa mig að gera...





























































08 October 2008

heilsan

Heilsan mín hefur aldrei verið það góð. Alla vegna ekki í undanfarin ár.
Var alveg fárveik í síðustu viku. Fékk flensuna og síðan augnsýkingu. Fór ekki í skólann frá Manudag framm að Miðvikudag. Og var síðan á tveimur mismunandi lyfjum og þurfti að taka augndropa. Alveg hrikalegt.

En það er nú ekki aðal sagan í dag. Ó nei.
Fyrir tæplega tveimur og hálfum árum þá uppgötvaðist það að ég væri með lágan blóðþristing. Þetta kom uppá af því að það leið yfir mig. Og síðan þá hef ég oft fengið þá tilfinningu að það sé að líða yfir mig. Oftast lagast þetta þegar ég leggst niður þannig að ég var ekkert að hafa neinar áhyggjur af þessu.
Síðan undanfarna mánuði hefur þetta gerst oftar og oftar, sérstaklega á morgnana þegar ég er á leið í sturtu.
Og í gær gerðist þetta aftur. Þá hringdi ég í mömmu eld snemma og hún þurfti að koma niður í baðherbergið mitt og hjálpa mér á fætur. Síðan ákvað hún að þetta kom fyrir aðeins of oft; þetta er annað skiptið í rúmlega fjóra mánuði sem hún þarf að koma niður til mín og hjálpa mér. Þannig að mamma pantaði tíma hjá lækni fyrir mig í gær.

Við fórum þá til læknis og mamma sagði honum frá þessu. Og hann sagði að ég væri með 'Orthostatic hypotension'. Sem sagt er ég með mjög lágan blóðþrysting, og þegar ég stend upp eða hreyfi mig skyndilega þá rennur það litla blóð sem ég er með í heilanum, að jörðu. Og þá svimar mér og sé ekki vel og þá getur oft liðið yfir mig.
Læknirinn mældi þá blóðþrystinginn minn og hann er u.þ.b. 90/60. Sem er hættulega lágt. Og ef að blóðþrýstingurinn lækkar meira þá er hætta á því að ég deyji. Og þess vegna þarf ég núna að taka pillur á hverjum degi til að hækka blóðþrýstingin min.
Síðan sagði læknirinn okkur að það er séns á að ég sé anaemic (anaemia er blóðleysi - look it up) og hann ákvað að senda mig í blóðprufu til að finna út hvort hann hafi rétt fyrir sér.
Þannig ég fór í mína fyrstu blóðprufu í gær. Ég hef aldrei látið taka blóð úr mér, ég hef enga hugmynd um hvaða blóðflokk ég er í, og ég hef aldrei gefið blóð. Ég og mamma fórum þá upp á spítala og létum taka blóð úr mér. En þá gat hjúkrunakonan ekki séð almennilega æð í handleggnum, s.s. engin æð 'popped out' þannig hún þurfti að setja nálina í hendina mín, og þetta var rosalega sárt skal ég segja þér.

En síðan hringdi læknirinn í mig dag til að tilkynna það að ég væri ekki með blóðleysi, heldur er ég bara ágætlega heilsusöm. Woohoo.
En ef ég hefði verið með anaemia, þá hefði ég loksins verið komin með almennileg útskýring yfir mörgum hlutum, t.d. af hverju mér er alltaf svo kalt, af hverju ég fæ alltaf sár í munnvikið, af hverju ég er svo rosalega pale. Og bara allskyns þannig.

En ég er nú bara ánægð að vera ekki með þennan sjúkdóm :)

21 September 2008

Klukk

Ok. Mamma klukkaði mig, best að klára þetta núna og get it out of the way

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
passa Rúnar Atla
passa Rúnar Atla
einhverja vinnu á íslandi (er ennþá ekki byrjuð í henni, byrja bara um jólin)
selja biltong á Windhoek Show (byrja væntanlega á föstudaginn)

Fjórar kvikmyndir sem ég held upp á:
Oliver and Company
Chitty Chitty Bang Bang
Rocky Horror Picture Show
Grease

Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Vancouver
Galway
Windhoek
Akranes

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Friends
Grey's Anatomy
Gossip Girl
The O.C.

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Svíþjóð
Kaupmannahöfn
Kanada
Ísland

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
facebook.com
yahoo.com
myspace.com
perezhilton.com

Fernt sem ég held upp á matarkyns:
mcdonalds
subway
kjúklingurinn hennar mömmu
ihop pönnukökur

Fjórar bækur sem ég les oft:
Eitthvað eftir James Patterson
Eitthvað eftir Dan Brown
Eitthvað eftir John Connolly
The Twilight Saga (Twilight, New Moon, Eclipse og Breaking Dawn)

Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna:
Kanada
Upp í rúmi
New York
London

Ég held að næstum því allir sem ég þekki sem er með blogg eru þegar búin að vera klukkuð þannig að ég sé ekki tilgangin í að klukka einhvern :)

16 September 2008

Listin

Gleymdi að ég ætlaði að setja inn mynd af listaverkinu sem ég þurfti að skila inn í síðustu viku.
Var ágætlega ánægð með myndina, fannst hún ekkert sérstök. En ég var með lítinn tíma til að klára hana og ef að ég hefði verið með lengri tíma þá hefði hún örugglega verið betri.
Topic-ið var 'Mouth of Truth' og þetta var Interpretive. Þetta er semsagt val milli heaven og hell og er, augljóslega, inni í munni.

Æfing....

S.l. laugardag ákváðum við pabbi að það væri kominn tími til að leyfa mér að æfa mig í því að keyra, aðallega þannig að ég kann að keyra almennilega þegar ég fæ æfingaleyfið mitt.
Þannig að á sunnudaginn var ég vakin eld snemma - klukkan 9 sko - og mér er sagt að koma upp og elda morgunmat. Ég ákvað nefnilega að læra að gera kanadískar pönnukökur og pabbi samþykkti að kenna mér. Og ég verð að segja, þær tókust bara mjög vel :)
Síðan kláraði ég alla heimavinnuna mína, mjög stolt :)
Síðan um eitt leitið var lagt af stað í bíltúr.

Hann Rúnar Atli ákvað að koma með og við keyrðum í átt að Walvis Bay, baka leiðina, sem fer framhjá mörg fjöll og er ekki steyptur vegur, heldur er vegurinn bara sandur.
Eftir rúmlega 30 km þá tók ég við og fór að keyra :)
Fyrsta skiptið sem ég drep ekki á vélinni, mjög stolt yfir því :) Ok. Það er lygi. Ég drap á vélinni. En bara af því að hann faðir minn öskraði allt í eina 'STOPP' og ég vissi ekkert hvernig ég átti að gera það. En ég náði að stoppa eftir nokkra metra. Fékk þá að vita að ég væri komin of langt framhjá ÖPUNUM og ætti að snúa við. Þannig að ég snéri við, mjög vel gert, if I do say so myself. Sérstaklega af því að ég hef aldrei bakkað áður.
Síðan var haldið heim, og ég fékk að keyra alveg upp að 4-way stopp þar sem pabbi tók við stýrið.
Ég keyrði rúmlega 60 km, og mér fannst ég ganga frekar vel. Miðað við það að ég er ekkert sérstaklega góð að sleppa kúplingunni á réttum tíma.

Síðan var Rúnar Atli spurður hvort að ég gerði vel.
Svarið hans --> 'Nei.'
Skemmtilegur :)

07 September 2008

Veikindi

Ákvað að blogga aðeins áður en ég fer að sofa :)

Ekkert mikið er búið að gerast hér á þessum hluta heimsins.
Öll fjölskyldan hefur verið veik s.l. vikuna. Fyrst Rúnar Atli, síðan pabbi, síðan mamma og svo núna ég.
Alveg hrikalegt.

Síðan byrjaði skólinn á miðvikudaginn, síðasta önnin mín í 11. bekk :) Reyndar fór ég bara í skólann á miðvikudaginn og hluta fimmtudags. For heim snemma af því að mér leið ekki vel, og svo treysti ég mér ekki í skólann á föstudaginn. Alveg hrikalegt. Og núna á ég rúmlega eitt ár eftir af skóla :) verð búin með 12. bekk í október 2009, hlakka til ekkert smá mikið :)

Og það er staðfest að við fjölskyldan verðum á íslandi um jólin. Ég og mamma leggjum af stað héðan 30. nóvember; u.þ.b. 2 mánuðir í það; og við verðum í tæplega 6 vikur, leggjum af stað heim 11. janúar. Og til að koma öllum á óvart, þá hlakka ég reyndar til að fara til íslands. Ég stefni á því að fá æfingaleyfið mitt núna um jólin og svo vonandi fer ég aftur til íslands í apríl/maí á næsta ári til að taka ökuprófið.
Og síðan er hún elsku systir mín búin að redda mér vinnu um jólin þannig ég mun hafa alveg fullt til að gera. :)

Annars er ekkert mikið að gerast hjá mér. Er reyndar að reyna að ákveða hvort ég á að gera interpretive eða theory í listum. Erfið ákvörðun. Mjög erfið.+

Jæja, ég ætla að fara að sofa núna. Þarf víst að mæta í skólann á morgun.

16 August 2008

Hárið

ákvað að setja inn eina mynd af hárinu, sést kannski ekki alveg það vel en jæja; þetta verður bara að duga :)

08 August 2008

o8.o8.o8

Já já... Það eru nú bara akkúrat 2 mánuðir síðan ég bloggaði seinast og þá ákvað ég bara að blogga aftur :)

Er ný komin í frí, jippí :) Skrifaði síðasta prófið á miðvikudaginn og var bara mjög ánægð með það...
Svo var mér sagt af mömmu og pabba að ég ætti að blogga um listaprófin mín. Og ég skal bara fara aðeins nánar út í það...
Ég skrifaði (teiknaði?) s.s. tvö listapróf á þessari önn, bæði 10 tíma próf. Það fyrsta var á miðvikudegi eftir skóla og á fimmtudagsmorgni; og það seinna á föstudegi eftir skóla og laugardagsmorgni.

Og núna er ég komin í frí í rúmlegan mánuð :) ekkert smá ánægð.

Svo fór ég í klippingu í gær. Lét lita hárið aðeins ljósara, og klippti það aðeins styttra. s.s., það er frekar stutt að aftan og aðeins síðara að framan. Mjög flott. Er reyndar ekki búin að taka mynd, en verð nú ekki lengi að því :)

En jæja, veit ekki hvað ég get meira sagt þannig að ég ætla bara að fara og fá mér eitthvað að borða.

Hér eru svo myndir af listaprófunum:














08 June 2008

Sunnudagur

Já þá er komið að lok helgarinnar og ekkert mikið að gerast.

Er búin að vera mjög productive þessa helgi :)
Á föstudaginn fór ég og keypti mér nýja skó :) mjög flottir alveg :) og síðan fór ég út í þeim um kvöldið :)

Svo í gær fór ég til Nicola og við vorum að læra og bökuðum :) Svo um kvöldið fór ég til Adam og við vorum nokkur að horfa á myndir þar.

Og í dag vaknaði ég eld snemma af því að pabbi gerði súkkulaði-bita pönnukökur :) alveg æðislega góðar.
Svo var ég eiginlega bara að læra í allan dag, fór svo upp og bakaði u.þ.b. 50 smákökur og síðan eldaði ég kvöldmat handa mér og Rúnar Atla.
Og ég lærði inn á milli.

Og hvað var faðir minn að gera á meðan að ég var fyrir framan ofnin í tvo tíma? Hann var náttúrulega að horfa á fótbolta. Hvað annað?

Annars er ekkert mikið að gerast hér... Myndatökudagur í skólanum á morgun =/ ætli það verði ekki bara æðislega gaman.

En jæja, ætla að halda áfram með listina. Þarf víst að skila henni á morgun =/

04 June 2008

Afmæli :)

Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli, hún Dagmar
Hún á afmæli í dag!

:D



Til hamingju með að vera orðin tvítug :D

01 June 2008

Stutt hár?

Ætlaði bara að blogga snöggvast til að láta alla vita að ég er orðin stutthærð :)

Fór í klippingu á föstudaginn og fór í litun og klippingu :)







































Ég er nú bara mjög sátt með þetta :)

28 May 2008

Miðvikudagur?

Já þá er síðasta vikan í maí hálfnuð....

Og ég ætla bara að byrja á því að óska henni mömmu minni til hamingju með afmælið í fyrra dag :) Og hann Davíð átti víst afmæli í gær, til hamingju með það :)

Svo eftir akkúrat viku verður hún systir mín tvítug... Allir að verða svo gamlir :O

En annars er ekkert mikið að frétta á þessum hluta jarðar...
Var í löngu fríi yfir helgina, fengum frí á mánudag :)
þannig að á föstudaginn fór ég út og gisti hjá Danielle. Svo á laugardaginn var ég bara heima að horfa á Eurovision með honum pabba.... Ekkert æðislega gaman en hey :P Svo á sunnudaginn fór ég til Mali og Skyler og við horfðum nú bara á nokkrar myndir og síðan kom ég heim. Og á mánudag vorum við með gesti þannig að ég eyddi nú bara seinni hluta dagsins að hjálpa til með matinn og svoleiðis

Svo er ekkert annað að gerast hér. Ætla í klippingu og litun bráðum, hlakka til þess :)

En já, ætla að gera eitthvað productive núna :)

22 May 2008

Veikindi, úrslitaleikur og svo svör...

já ekkert mikið hefur gerst á undanförnum dögum hjá mér..
Er búin að vera með alveg svakalegan hósta í nokkra daga, alla vegna síðan laugardaginn sl. og svo í fyrradag þá var ég sí-hóstandi og munaði litlu að ég gæti andað. Þannig að ég sleppti skólanum í gær með þeirri von að þetta mundi lagast með miklum svefni. Fór því aftur upp í rúm um það leyti sem pabbi og Rúnar Atli lögðu af stað í vinnuna/skólann. Náði að sofna, en vaknaði síðan við sms frá pabba um 9-leytið en sofnaði aftur stuttu seinna :) Síðan vaknaði ég hálf tvö þegar pabbi hringdi í mig að láta mig vita að hann væri kominn heim og að hann Rúnar Atli væri með skurð á kinninni og hafi farið á spítala.
Jæja, ekkert smá sár hjá honum bróður mínum, en þetta lagast alveg.

Svo þegar pabbi var kominn heim úr vinnunni um 5, þá settumst við fyrir framan sjónvarpið og byrjuðum að horfa á Love Actually. Síðan 7.30 var slökkt á myndinni og við undirbúðum okkur fyrir stórleikinn Manchester United - Chelsea. S.s lokaleikur evropukeppninar.
Og ekkert smá góður leikur. Það var ekki talað um neitt annað í skólanum í dag. Sumir mættu í Manchester bolum eða með Manchester fána. Og fyrir þá sem vita ekki, þá fór leikurinn 1-1 og síðan tapaði Chelsea í vítaspyrnukeppni :(
Og það eru margir sem vilja kenna honum Terry um þetta, en mér finnst það ekkert vera honum að kenna. Þannig að já.
Svo rúmlega 10 mínútum eftir að leikurinn kláraðist fékk ég símtal frá honum Eben. Og hann vildi bara hlægja að mér og mínu liði af því að við töpuðum. (hann er nefnilega Manchester aðdáandi og ég Chelsea...) Svo nokkrum mínútum seinna fékk ég örugglega 5 sms frá mismunandi fólki...
Skemmtilegir vinir

Jæja, þá kemur að því sem ég veit að þið hafi verið að bíða eftir... Svör við spurningum ykkar =/

Ok. Byrjum bara á basics.
Hann heitir Eben og er 20 ára gamall (verður 21 í september). Hann er héðan og já... Er með vinnu og æðislega nettan, lítinn, gulan bíl :)
Og Doddi... GLÆTAN að þú fáir að hitta hann. Bara nei. Alls ekki. Ég mótmæli því algjörlega.
Og til að svara þér Davíð, þá já... Ef að einhver annar álitlegur gaur mætir á svæðið, þá er ég á lausu. Þannig er það bara.
Til að vitna í henni móður minni, 'þá ertu bara ung einu sinni. Strákarnir koma og fara. Njóttu þess á meðan að þú getur.'

Ég ætla að vona að þetta hafi nægt ykkur.

:)

20 May 2008

Safarík fjölskyldubloggsíða?

ja hérna...
nú er ég hissa....

það kemur í ljós að fólki finnst lífið mitt vera eitthvað 'djúsí'.... s.s. hún móðir mín og hann föðurbróðir minn eru að ræða um það hvernig það er ekki sanngjarnt að það sé 'þaggað niður' í þeim þegar eitthvað 'djúsí' gerist.....

hömm

gott að vita að fjölskyldan hefur svona rosa mikinn áhuga á lífinu mínu...
en það er nú svosem ekkert æðislega spennandi saga hér á ferð gott fólk

en já, um leið og ég næli mér í einhvern þá flæða bara inn spurningarnar....
og hvað skal gera þegar fólk heldur áfram að spurja út í þetta?

eina ráðið sem ég finn, er bara einfaldlega að svara spurningunum...
þannig að, elsku fjölskyldan mín, þið megið 'ask away'..........

skemmtið ykkur vel með það

19 May 2008

Listaverkið mikla


Já... fór síðan á laugardaginn sl. í skólann að reyna að klára listaverkið af honum bróður mínum

Náði reyndar ekki að klára myndina, hafði ekki tíma til að gera bakgrunninn
En kláraði líkamann

Hér er svo mynd af því;

Ástarlífið

Já. Okei.

Í tilefni af því að sumt fólk er farið að hafa samræður um ástarlífið mitt ákvað ég bara að blogga til að 'clear all confusion'.

Í fyrsta lagi, Elli minn, er ég hætt með 'Rússanum'. Já. Sönn saga. Og það er næstum því mánuður síðan.
Og svo af því að ég get séð að hún elsku móðir mín vill fara og kommenta eitthvað meira þá ætla ég bara að segja ykkur, hér og nú, að ég er ég með öðrum, en erum samt ekki saman...(ánægð mamma?)

Þannig að já.
Þá vitið þið það.
Og nú held ég að það sé mjög lítil ástæða til að halda þessari samræðu áfram með að kommenta...

Honestly fólk

15 May 2008

Bara blogg



Ok, fyrst að næstum því öll fjölskyldan er með bloggsíðu þá ákvað ég að byrja með eina líka.. Svona algjör hermikráka :)

Það er nú svosem ekkert mikið til að segja frá...
Skólinn byrjaði á þriðjudaginn, ekkert mikið spennandi þar. Er á fulla að reyna að klára þessa blessuðu mynd af honum bróður mínum. Ég má ekki skila henni eftir klukkan 12 að hádegi á laugardaginn og þarf þá að drífa mig í að klára hana... =/
Er ekkert æðislega góð mynd =/ þoli ekki að mála, litirnir drepa mig...

En jæja, ég hef víst listaverk til að klára