09 February 2011


Hello Kitty plástrar láta öll sár vera miklu flottari :)

(Og hérna fá allir að sjá hvaða bók ég er að lesa í augnablikinu haha)

08 February 2011

Sýking :/

Það er orðið alveg þokkalega langt síðan að ég bloggaði seinast...
Það er nú lítið að frétta úr norður-Ameríkunni reyndar.
Ég var að koma heim frá ferð til læknis og ég er komin með sýkingu í fótinn :(
Það var þannig að ég fékk sár á föstudaginn og það versnaði yfir helgina. Þeir sem eru vinir mínir á Facebook munu vita að mamma og Jóhanna frænku voru að skamma mig fyrir að hafa ekki farið til læknis fyrr þannig að ég lét Justin keyra mig áðan og mér var sagt að ég væri alveg pottþétt með sýkingu :(
Þannig að ég fékk lyf og eitthvað krem og vonandi lagast þetta á næstu dögum. Vonandi get ég alla vegna farið að labba almennilega aftur. Það væri svo sem alveg ágætt :)

En annars er mjög lítið að frétta héðan.
Önnin er næstum því hálfnuð og ég fæ svokallað Spring Break í næstu viku :) Planið mitt er að hanga bara heima og læra og vinna. Ég ætla bara að taka það rólega í alla viku :)

Jæja, ég ætla að halda áfram að læra. Ég vildi bara láta vita að ég hafi farið til læknis :)

04 December 2010

16 dagar!

Jæja þá eru aðeins 16 dagar þangað til að ég verð komin til Íslands :)
Ég hlakka frekar mikið til :D

Svo er önnin eiginlega alveg búin. Ég er búin með allar ritgerðir og svo byrja loka prófin á mánudaginn þannig að núna er bara að læra og læra og læra :/
En það eru aðeins 13 dagar og þá er ég búin með öll prófin :)

Annars er lítið að frétta. Ég ákvað að skella inn einni mynd af henni Africa bara þannig að allir muni hvað hún er mikið krútt :)

17 November 2010

33 dagar!

Þá er aðeins 33 dagar þangað til að ég verð komin til íslands í jólafrí :)
Önnin mín klárast eftir akkúrat mánuð og þangað til eru ritgerðir og próf til að hugsa um. Ekkert smá mikið til að gera hjá mér.

Svo er kominn almennilegur vetur í Kanada. Allavegna, er Prince George er vetur. Það byrjaði að snjóa á mánudagskvöld og það hefur bara ekki hætt að snjóa. Þetta er útsýnið hjá mér í dag:Alveg svakalega jólalegt hér :)

26 October 2010

Uppfærsla :)

Jæja það er orðið þokkalega langt síðan að ég hef bloggað síðast :)

Það er lítið að frétta héðan. Ég er bara búin að vera upptekin með skólann og vinnuna. Ég skrifaði þrjú próf í síðustu viku og er búin að fæ tvær einkunnir til baka. Fyrir Japönsku fékk ég 95% - sem ég er svakalega ánægð með :) og fyrir stjórnmálafræði fékk ég 70% sem ég er líka mjög ánægð með :)

Annars er ekki mikið að gerast í Kanada. Halloween er á sunnudaginn og það eru rúmlega 6 vikur eftir af önninni þannig að ég þarf væntanlega að byrja að læra fyrir lokaprófin. Og ég er með þrjár ritgerðir, allar yfir 2000 orð, sem ég þarf að skila á næstunni þannig að ég á eftir að vera mjög upptekin bráðum :)

Jæja, ég þarf að fara í tíma :)

27 September 2010

Kisa :)

Jæja, þá er ég komin með litla kisuna mína :)

Hún heitir Africa, og er aðeins 2 mánaða gömul þannig að hún er pínu lítil ennþá.
En hún er svo mikið krútt :)

19 September 2010

19. september 2010

Jæja þá er ég komin með vinnu :) Ég sótti um vinnu hjá McDonald's í síðustu viku og fór svo í viðtal í gær. Svo var hringt í mig til að láta mig vita að ég væri ráðin :) Ég byrja að vinna í næstu viku og ég hlakka frekar mikið til :)

Annars er ekki mikið að frétta. Það gengur ágætlega í skólanum og allt þannig. Ég man ekki hvort ég væri búin að segja frá því, en ég er að læra Japönsku á þessari önn. Og það er mjög gaman. Ég er búin að læra hvernig á að hafa mjög einföld samtöl og það er alltaf spennandi að læra nýja tungumál :)

Svo er ég ekki enn komin með kettling. Ég ætlaði að fara til SPCA í Quesnel á laugardaginn en þegar ég vaknaði, þá var ég svo þreytt að ég komst varla framúr. En ég ætla að reyna að fara annaðhvort á þriðjudaginn eða miðvikudaginn og ég verð þá væntanlega komin með kettling í þessari viku :)