04 December 2010

16 dagar!

Jæja þá eru aðeins 16 dagar þangað til að ég verð komin til Íslands :)
Ég hlakka frekar mikið til :D

Svo er önnin eiginlega alveg búin. Ég er búin með allar ritgerðir og svo byrja loka prófin á mánudaginn þannig að núna er bara að læra og læra og læra :/
En það eru aðeins 13 dagar og þá er ég búin með öll prófin :)

Annars er lítið að frétta. Ég ákvað að skella inn einni mynd af henni Africa bara þannig að allir muni hvað hún er mikið krútt :)

17 November 2010

33 dagar!

Þá er aðeins 33 dagar þangað til að ég verð komin til íslands í jólafrí :)
Önnin mín klárast eftir akkúrat mánuð og þangað til eru ritgerðir og próf til að hugsa um. Ekkert smá mikið til að gera hjá mér.

Svo er kominn almennilegur vetur í Kanada. Allavegna, er Prince George er vetur. Það byrjaði að snjóa á mánudagskvöld og það hefur bara ekki hætt að snjóa. Þetta er útsýnið hjá mér í dag:







Alveg svakalega jólalegt hér :)

26 October 2010

Uppfærsla :)

Jæja það er orðið þokkalega langt síðan að ég hef bloggað síðast :)

Það er lítið að frétta héðan. Ég er bara búin að vera upptekin með skólann og vinnuna. Ég skrifaði þrjú próf í síðustu viku og er búin að fæ tvær einkunnir til baka. Fyrir Japönsku fékk ég 95% - sem ég er svakalega ánægð með :) og fyrir stjórnmálafræði fékk ég 70% sem ég er líka mjög ánægð með :)

Annars er ekki mikið að gerast í Kanada. Halloween er á sunnudaginn og það eru rúmlega 6 vikur eftir af önninni þannig að ég þarf væntanlega að byrja að læra fyrir lokaprófin. Og ég er með þrjár ritgerðir, allar yfir 2000 orð, sem ég þarf að skila á næstunni þannig að ég á eftir að vera mjög upptekin bráðum :)

Jæja, ég þarf að fara í tíma :)

27 September 2010

Kisa :)

Jæja, þá er ég komin með litla kisuna mína :)

Hún heitir Africa, og er aðeins 2 mánaða gömul þannig að hún er pínu lítil ennþá.
En hún er svo mikið krútt :)

19 September 2010

19. september 2010

Jæja þá er ég komin með vinnu :) Ég sótti um vinnu hjá McDonald's í síðustu viku og fór svo í viðtal í gær. Svo var hringt í mig til að láta mig vita að ég væri ráðin :) Ég byrja að vinna í næstu viku og ég hlakka frekar mikið til :)

Annars er ekki mikið að frétta. Það gengur ágætlega í skólanum og allt þannig. Ég man ekki hvort ég væri búin að segja frá því, en ég er að læra Japönsku á þessari önn. Og það er mjög gaman. Ég er búin að læra hvernig á að hafa mjög einföld samtöl og það er alltaf spennandi að læra nýja tungumál :)

Svo er ég ekki enn komin með kettling. Ég ætlaði að fara til SPCA í Quesnel á laugardaginn en þegar ég vaknaði, þá var ég svo þreytt að ég komst varla framúr. En ég ætla að reyna að fara annaðhvort á þriðjudaginn eða miðvikudaginn og ég verð þá væntanlega komin með kettling í þessari viku :)

13 September 2010

Háskóliiiiii

Jæja ég ákvað að skella inn nokkrum myndum af íbúðinni minni í Kanada

Þarna er eldhúsið.

Svo er stofan:

Svo er ég byrjuð aftur í skólanum. Ég er ógeðslega ánægð með alla tímana mína. En ég á eftir að vera svo upptekin á þessari önn að það er ekki fyndið. En þetta verður gaman :)

Annars er lítið að frétta af mér. Nema kannski að froskurinn minn dó yfir sumarið :( Sem ég er frekar sorgmædd yfir. En ég og Laura erum að pæla í að fá okkur kettling þannig að þetta verður ok :)

05 September 2010

Kanada :)

Jæja, þá er ég komin aftur til Kanada :)

Ferðalagið mitt var alveg ágætt. Ég missti reyndar næstum því af fluginu mínu frá Namibíu. Það var nefnilega þannig að ég fór í gegnum hliðið nokkrum mínútum áður en það átti að fara að hleypa um borð, en þegar ég var komin í gegn þá var víst löngu byrjað að hleypa í gegn og ég rétt náði vélinni. Ég skil ekki alveg hvernig það gerðist af því að það var aldrei tilkynnt að það væri að hleypa um borð. En ég náði vélinni, þannig að þetta var ok. Svo var flugið frá Joburg seinkað um ca. 2 tíma, af því að það var sprungið dekk á vélinni. En ég komst til London. Og svo komst ég líka til Íslands.

Svo flaug ég til Seattle á föstudaginn, og það var alveg ágætt. Frekar langt flug, en ekkert major gerðist. Svo var alveg svakalega heitt í Seattle, næstum því 30 gráður selsíus. Svo gisti ég á rosalega fínu hóteli föstudagskvöldið, og var mætt út á fluvöll klukkan 4 um morgunin. Ég þurfti næstum því að borga 75 bandaríkja dali í yfirvigt, en ég varð rosalega heppin. Kanadíska debetkortið mitt virkaði ekki, og ekki heldur íslenska, og það var hvergi hraðbanki þannig að konan ákvað bara að ég þurfti ekki að borga. Og ekki var ég að fara að rífast við hana :)
Svo komst ég loksins til Prince George, og í íbúðina mína :)

Annars er lítið að frétta af mér. Ég er bara að bíða eftir að skólinn byrji aftur á miðvikudaginn. Ég hlakka frekar mikið til, ég held að þessi önn verður mjög skemmtileg :)

20 August 2010

Myndir

Hér eru nokkrar myndir frá Höfðaborg :)

 
Svona leit veðrið út daginn eftir að við komum.

 
En svo kom sólin út :) Ég man ekki alveg hvað þetta fjall heitir, en það er við hliðina á Table Mountain.

 

 
Svo skelltum við okkur í siglingarferð. Það sést í fótbolta völlinn þarna, alveg rosalega falleg bygging.

 
Svo fórum við Hylton til Canal Walk að versla :)

 
Mynd af Long Street á föstudagskvöldinu.

 
Á laugardeginum fórum við á tónleika með hljómsveit sem heitir Billy Talent; alveg frábær kanadísk hljómsveit :)

 

 

 

 

Og þarna eru nokkrar myndir :) Ég setti allar myndirnar inná Facebook hjá mér ef að einhver skyldi vilja sjá restina.

17 August 2010

Update :)

Það er víst orðið frekar langt síðan að ég bloggaði síðast. Hmm.

Lítið að frétta héðan. Ég skrapp til Höfðaborgar í lok júlí með Hylton og við vorum þar í ca. viku. Það var alveg þokkalega gaman. Við gerðum svosem ekkert mikið, en þetta var fyrsta skiptið mitt í Suður Afríku þannig að mér fannst þetta gaman :) Ég set nokkrar myndir inn seinna, allar myndirnar eru á flakkaranum og ég nenni ekki að tengja flakkarann við tölvuna akkúrat núna.

Svo eyðilagðist fallega talvan mín :( Ég er alveg rosalega sár út af því. Og núna er ég að nota fyrrverandi tölvuna hennar Dagmarar, þokkalega gömul iBook. Hún er svosem ágæt, frekar lítil finnst mér. En það er betra en að vera með enga tölvu.

Annars er ekkert mikið að gerast hér. Ég fer eftir akkúrat tvær vikur og ég er farin að hlakka til alveg rosalega mikið :) Ég vildi reyndar að ég væri með meira tíma í Namibíu til að vera með vinum og fjölskyldunni, en svona er þetta. Það var mín ákvörðun að flytja til Kanada og ég verð bara að lifa með allt sem fylgir því að búa langt í burtu frá öllum.

Jæja, ég ætla að fara að sofa. Ég skelli inn myndum frá Höfðaborg seinna í vikunni :)

05 July 2010

5. júlí 2010

Já, það er orðið frekar langt síðan að ég bloggaði. 2 mánuðir og 8 dagar to be exact.

Það er lítið að frétta héðan. Namibía er eins og Namibía hefur alltaf verið. Voðalega lítið breytist í þessu landi. En þetta er ágætt :)
Ég fer svo aftur til Kanada eftir tæplega 2 mánuði og ég er farin að hlakka frekar mikið til. Ég hlakka alveg rosalega til að flytja inn í íbúðina mína og byrja aftur í tíma og allt þannig :)

Svo núna um helgina þá fór ég í sveitina með nokkrum vinum. Ein besta vinkonan mín á afmæli í dag og hún hélt uppá það um helgina í sveitinni sem fjölskyldan hennar á, rétt fyrir utan Windhoek. Það var alveg rosalega gaman. Við lögðum af stað á föstudaginn og komum aftur í gær.
Og aðal fréttin er hvað ég gerði á laugardaginn.
Pabbi vinkonu minnar er algjör búi og gerir náttúrulega mjög búa-lega hluti. Og hann ákvað að á laugardaginn mundu allir fá að skjóta rifil sem hann á. Þá var sett upp svona target-dæmi og allir fengu að prófa. Og ég prófaði auðvitað :) Þetta var í fyrst skipti sem ég hef nokkurn tíman haldið á byssu, og adrenalínið var í miklu magni í líkamanum mínum. Hjartað sló eins hratt og það mögulega gat. Satt að segja var ég með smá áhyggjur að ég, eins og sú manneskja sem ég er, mundi einhvern veginn ná að skjóta sjálfa mig. En sem betur fer gerðist það ekki :) Og ég hitti bulls-eye þegar ég loksins skaut :) Ég var alveg svakalega stolt af sjálfri mér.




















En ég held að ég sé ekki að fara að skjóta neinar aðrar byssur á næstunni. Þetta er ekki alveg fyrir mig :)

27 April 2010

Flug, flug, flug, og meiri flug

Jæja þá er stóra ferðin mín heim hafin. Ég er stödd í Vancouver, að notfæra mér ókeypis internetið. Mjög gaman :)

En ég komst alla vegna til Vancouver heil, með allt dótið mitt. Sit núna og bíð eftir að hliðið verði opnað og þá fer ég í flug til Seattle. Svo verð ég víst þar alveg heil lengi. Og svo fer ég annaðhvort beint til Íslands eða ég fer til Glasgow, og svo til Íslands. En ég er nú að vona að þess þarf ekki.

Annars er lítið að frétta héðan. Ég er alveg dauðþreytt. Ég átti rosalega erfitt með að sofa í gær, og ég er nokkuð viss um að ég svaf bara í 20 - 30 mínútur áður en vekjaraklukkan mín hringdi. En ég fer nú í langt flug á eftir og planið mitt er að sofna í þeirri flugvél.

Jæja, ég ætla að dunda mér í að gera eitthvað annað. Ég skelli kannski inn aðra færslu þegar ég er í Seattle, hver veit hvað gerist?

:)

25 April 2010

25. apríl 2010

Jæja, þá er ég orðin fullorðin.
Alla vegna á Íslandi, og í Namibíu.
Reyndar ekki í þeim hluta Kanada sem ég bý í augnablikinu.

En já. Á þriðjudaginn s.l. þá varð ég 18 ára :) og ég hélt auðvitað upp á það.
Veðrið í Prince George var rosalega gott. Yfir 20 stiga hiti og sól þannig að við klifruðum út um gluggann okkar og lékum okkur aðeins í sólinni.
Svo um kvöldið fórum við til McDonald's fyrir afmælismatinn minn. Og maturinn var góður :)




















Svo fórum við aftur í herbergið okkar og vorum þar að spila aðeins, og svo löbbuðum við til Shane Lake, sem er ca. 10 mínútna göngutúr frá háskólanum. Og, eins og hún móðir mín veit, þá var ég þar alveg heil lengi :)
En þetta var mjög gaman. Og ég fékk alveg rosalega góða afmælistertu :)




















Svo á miðvikudaginn fluttum við allar út úr húsnæðinu. Ég er akkúrat núna stödd í lítinn bæ í vestur-hluta Kanada sem heitir Quesnel. Svo á morgun fer ég aftur til Prince George, og svo á þriðjudaginn legg ég af stað til Íslands og Namibíu.
Og það verður alveg svakalegt ferðalag. Út af þessu eldfjalli þá þarf ég að taka smá detour á leiðinni til Íslands. En þetta reddast alveg. Ég hlakka bara til að komast heim til mín í Namibíu. (Aðeins 5.5 dagar núna :D )

Jæja, ég ætla að halda áfram að horfa á hokkíleikinn.

:)

14 April 2010

14. apríl 2010

Já, Apríl mánuður er hálfnaður. :0

Ég ætla að byrja á að óska henni ömmu minni til hamingju með afmælið í gær. Aðeins of sein, en ég gleymdi að blogga í gær. Betra seint en aldrei.

Svo, fyrir þá sem vita ekki, á ég afmæli eftir 6 daga :) Og ég verð komin til Íslands eftir 14 daga :) Og svo verð ég komin heim til Namibíu eftir aðeins 17 daga :) Ég er mjög spennt, bara svo allir vita.

Annars er lítið að frétta héðan. Prófin mín eru byrjuð. Fyrsta prófið mitt var á mánudaginn, og það var í þjóðhagfræði. Svo er annað próf á eftir, og það er víst rekstrarhagfræði. Svo eru tvö próf á laugardaginn; alþjóðafræði og tölfræði, og ég er mjög ósátt við að skrifa tvö próf á laugardegi. Og svo er síðasta prófið mitt á mánudaginn næstkomandi, og það verður stjórnmálafræði.
Og svo er ég bara búin :)

Svo er ég ógeðslega spennt til að koma aftur í September. Ég og ein vinkonan mín, Laura, erum búnar að finna íbúð saman. Þannig að ég hlakka mjög mikið til að koma aftur og búa þar :)

Jæja, ég ætla að læra smá meira
:)

31 March 2010

31 dagar :)

Já.. Niðurtalningin heldur áfram - aðeins 31dagar. :)
Ég hlakka ekkert smá mikið til :)
Svo á ég afmæli eftir 20 daga :) Og þá verð ég orðin 18 ára. Eld gömul :P Þetta verður reyndar fyrsta skiptið sem ég er alein á afmælinu mínu þannig að ég veit ekki alveg hvað ég ætla að gera. En ég er að búast við að fá einhverja sniðuga súkkulaði köku þegar ég kem heim til Namibíu hóst hóst pabbi :)

Annars er lítið að frétta af mér. Ég er alveg að verða búin með bóka yfirlit sem ég þarf að skila í dag. 8 blaðsíður og ca. 2700 orð. Ég hlakka mjög mikið til að skila þessu inn og það verður alveg risa stórt bros á andlitinu mínu í kvöld :)

Annars er ég hálf búin að eyðileggja höndina mína. :( Okei, smá ýkjur hjá mér. En ég er búin að gera eitthvað við höndina mína. Ég sat fyrir framan tölvuna mína í allan dag í gær að skrifa þetta bóka yfirlit og svo einhverntíman eftir hádegi varð mér allt í einu svo illt í hendinni. Og mér er ennþá ekkert smá illt :(

Og þess vegna get ég ekki skrifað mikið meira.

:)

09 March 2010

53 dagar!!

Eins og titillinn gefur til kynna, þá er ég byrjuð með niðurtalningu.
Og hvað er ég að telja niður?
Dagana þangað til að ég er komin aftur til Namibíu :)

Ég legg af stað frá Vancouver 27. apríl og fer þaðan til Seattle og svo lendi ég á Íslandi 28. apríl. Ég verð á Íslandi í örfáa daga, og legg af stað til Namibíu 30. apríl og verð því komin heim 1. maí :D
Ég hlakka ekkert smá mikið til :D

Annars er ekkert mikið að frétta hjá mér. Bara skóli skóli skóli.
Ég fór reyndar í bíó á sunnudaginn. Ég fór og horfði á Alice in Wonderland í þrívídd og hún var GEÐVEIK. Örugglega besta myndin sem ég hef séð í langan tíma.

Svo er ég bara alltaf að læra. Mér líður eins og ég sé nánast flutt inn á bókasafnið. Ég sit þar að læra á hverju kvöldi.

Jæja, ég þarf víst að mæta í tímann minn :)

28 February 2010

Betra seint en aldrei!

Ég ákvað að taka mér smá pásu frá lærdóminum mínum og skella inn einni færslu fyrir ykkur :) Eins og þeir sem lesa bloggið mitt munu væntanlega vita, þá var miðannarfrí hjá mér í þar síðustu viku og ég skrapp til lítinn bæ sem heitir Valemount. Ég gisti þar hjá einni vinkonu minni og fjölskyldu hennar og þetta var alveg þokkalega skemmtileg ferð :)

Ég fékk far þangað á miðvikudeginum og á fimmtudeginum fórum við Emily (vinkonan mín) í smá fjallagöngu. Reyndar löbbuðum við ekki upp fjallið, heldur fórum við á skíði ca. 2/3 af leiðinni sem við ætluðum. Þetta kallast víst 'telemarking' og er mjög svipað og cross-country skiing. Þið vitið væntanlega öll að ég er ekki mikið fyrir útivistar íþróttir en þetta var bara mjög gaman. Ég var reyndar á taugum mikið af leiðinni en sem betur fer datt ég bara tvisvar og mér fannst það bara mjög ágætt :)

Svo á laugardeginum fórum við til Jasper og ég lærði á skíði :) Það var alveg GEÐVEIKT gaman :)

Jæja, þetta hlýtur að duga í bili. Hér fyrir neðan set ég nokkrar myndir úr ferðalaginu :)




















































































12 February 2010

Fjölgun :)

Jæja, þá eignaðist ég litla fjölskyldu í gær :)
Eftir að ég las á blogginu hans pabba að hann Rúnar Atli hafi fengið 10 fiska, þá fór ég að sakna mín gæludýr sem ég átti í minni barnæsku.

Þannig að seinni partinn í gær fór ég í dýra búð með vinkonum mínum og ég keypti mér einn fisk og einn lítinn frosk :) Ég er mjög sátt með litlu fjölskylduna mína. Alveg ógeðslega ánægð að eiga frosk :) Og fiskurinn minn er hvítur og ógeðslega flottir.















Hérna er fiskurinn minn sem heitir Aristotle :)












Hérna er froskurinn minn sem heitir Bubba (ekki borið fram eins og söngvarinn)















Og svo ein önnur mynd af fiskinum mínum af því að hann er bara svo myndarlegar :)

:)

07 February 2010

Körfubolti

Eins og lang flestir hljóta að vita, þá er körfubolti frekar stór íþrótt í Norður Ameríku. Háskólinn minn er auðvitað með körfubolta lið og það eru leikir aðra hvora viku. Ég fór á leikinn þeirra á föstudaginn sl. og dundaði mér að taka myndir á meðan.

Ég setti myndirnar á facebook en ég veit að það eru sumir sem eru ekki með facebook hóst Davíð hóst. Og þess vegna ákvað ég að skella nokkrum inná bloggið :)





Próf, próf og fleiri próf

Eins og titillinn gefur í skyn þá eru próf hjá mér. Ég var í tveimur prófum í síðusu viku; stjórnmálafræði á miðvikudaginn og tölfræði á fimmtudaginn. Prófið voru alveg ágæt, mér fannst ganga þokkalega vel og ég sé til hvort að ég hafi rétt fyrir mér þegar ég fæ einkunninar :) Svo er ég í tveimur prófum í þessari viku; alþjóðafræði er á miðvikudaginn og rekstrarhagfræði á fimmtudaginn. Svo er síðasta prófið mitt þann 23. febrúar, og það mun vera þjóðhagfræði próf.
En svo byrjar næsta próf-lotan í mars og svo eru loka prófin mín í apríl.
Þannig að ég er alveg á fullu að læra alla daga.

En annars er háskólalífið alveg þokkalegt. Ég fór og verslaði aðeins í matinn í síðustu viku og keypti mér 3 kíló af kjúklingabringum fyrir 20 kanada dollara. Með skatti. Sem er frekar ódýrt. Þannig að það verður bara kjúklingur í matinn hjá mér í smá tíma :)

Svo byrjar mitt svo-kallaða 'spring break' á föstudaginn næstkomandi. Ég ætla að fara til Valemount með vinkonu minni og gista hjá henni í nokkra daga. Og svo ætlum við að fara til Jasper og hitta tvær vinkonur okkar þar og planið er að gista í Jasper út vikuna. Þetta á að vera algjör snjóbrettis ferð og ég hlakka til að sjá hvernig það mun ganga af því að ég hef aldrei farið á snjóbretti á ævinni minni. En þetta verður væntanlega mjög gaman :)

Fyrir þá sem að vita ekki hvar Jasper og Valemount eru, þá eru herna tveir linkar að Google Maps sem sýna hvar þetta er.


Og fyrir þá sem að muna ekki, þá bý ég í Prince George þannig að þið ættið að geta áttað ykkur á fjarlægðini.

Jæja, þetta hlýtur að duga í bili :)

16 January 2010

Háskóli :)

Jæja, þá er ég byrjuð í háskóla :) Fyrstu tvær vikurnar eru búnar og það gengur bara alveg ágætlega. Tímarnir mínir eru alveg ágætir og prófessarnir eru líka alveg ágætir.

Prince George er alveg fínn bær. Og veðrið er að verða betra. Það er alla vegna ekki -30 stiga hiti lengur :) Og það er ekki jafn mikill snjór og það var þegar við pabbi komum hingað :)

Annars gengur bara mjög vel hjá mér. Strax komin með verkefni og ég fer í nokkur próf í byrjun febrúar þannig að það er alveg hellingur að gera hjá mér.

Æi þetta hlýtur að duga í bili. :)