25 April 2010

25. apríl 2010

Jæja, þá er ég orðin fullorðin.
Alla vegna á Íslandi, og í Namibíu.
Reyndar ekki í þeim hluta Kanada sem ég bý í augnablikinu.

En já. Á þriðjudaginn s.l. þá varð ég 18 ára :) og ég hélt auðvitað upp á það.
Veðrið í Prince George var rosalega gott. Yfir 20 stiga hiti og sól þannig að við klifruðum út um gluggann okkar og lékum okkur aðeins í sólinni.
Svo um kvöldið fórum við til McDonald's fyrir afmælismatinn minn. Og maturinn var góður :)




















Svo fórum við aftur í herbergið okkar og vorum þar að spila aðeins, og svo löbbuðum við til Shane Lake, sem er ca. 10 mínútna göngutúr frá háskólanum. Og, eins og hún móðir mín veit, þá var ég þar alveg heil lengi :)
En þetta var mjög gaman. Og ég fékk alveg rosalega góða afmælistertu :)




















Svo á miðvikudaginn fluttum við allar út úr húsnæðinu. Ég er akkúrat núna stödd í lítinn bæ í vestur-hluta Kanada sem heitir Quesnel. Svo á morgun fer ég aftur til Prince George, og svo á þriðjudaginn legg ég af stað til Íslands og Namibíu.
Og það verður alveg svakalegt ferðalag. Út af þessu eldfjalli þá þarf ég að taka smá detour á leiðinni til Íslands. En þetta reddast alveg. Ég hlakka bara til að komast heim til mín í Namibíu. (Aðeins 5.5 dagar núna :D )

Jæja, ég ætla að halda áfram að horfa á hokkíleikinn.

:)

2 comments:

Villi said...

Horfa á hokkíleik? Mín greinilega að verða kanadískari og kanadískari með hverjum deginum.

En, hversu stóra máltíð fékk mín sér eiginlega á McDonald's? Dugir ekki að súper-sæsa máltíðina? Verður að fá sér tvo skammta?

Tinna said...

Ég veit, ég er orðin svo kanadísk. Ég fæ hroll að hugsa um það. Ég er meira að segja farin að hlusta á kántrí tónlist. :0

Haha. Ég átti bara naggana og stóru frönskurnar, ekki allt!