14 April 2010

14. apríl 2010

Já, Apríl mánuður er hálfnaður. :0

Ég ætla að byrja á að óska henni ömmu minni til hamingju með afmælið í gær. Aðeins of sein, en ég gleymdi að blogga í gær. Betra seint en aldrei.

Svo, fyrir þá sem vita ekki, á ég afmæli eftir 6 daga :) Og ég verð komin til Íslands eftir 14 daga :) Og svo verð ég komin heim til Namibíu eftir aðeins 17 daga :) Ég er mjög spennt, bara svo allir vita.

Annars er lítið að frétta héðan. Prófin mín eru byrjuð. Fyrsta prófið mitt var á mánudaginn, og það var í þjóðhagfræði. Svo er annað próf á eftir, og það er víst rekstrarhagfræði. Svo eru tvö próf á laugardaginn; alþjóðafræði og tölfræði, og ég er mjög ósátt við að skrifa tvö próf á laugardegi. Og svo er síðasta prófið mitt á mánudaginn næstkomandi, og það verður stjórnmálafræði.
Og svo er ég bara búin :)

Svo er ég ógeðslega spennt til að koma aftur í September. Ég og ein vinkonan mín, Laura, erum búnar að finna íbúð saman. Þannig að ég hlakka mjög mikið til að koma aftur og búa þar :)

Jæja, ég ætla að læra smá meira
:)

2 comments:

davíð said...

Gangi þér vel í prófunum

Anonymous said...

Til hamingju með daginn í dag Tinna mín.
kv.
Sigga og strákagengið