Ég ákvað að taka mér smá pásu frá lærdóminum mínum og skella inn einni færslu fyrir ykkur :) Eins og þeir sem lesa bloggið mitt munu væntanlega vita, þá var miðannarfrí hjá mér í þar síðustu viku og ég skrapp til lítinn bæ sem heitir Valemount. Ég gisti þar hjá einni vinkonu minni og fjölskyldu hennar og þetta var alveg þokkalega skemmtileg ferð :)
Ég fékk far þangað á miðvikudeginum og á fimmtudeginum fórum við Emily (vinkonan mín) í smá fjallagöngu. Reyndar löbbuðum við ekki upp fjallið, heldur fórum við á skíði ca. 2/3 af leiðinni sem við ætluðum. Þetta kallast víst 'telemarking' og er mjög svipað og cross-country skiing. Þið vitið væntanlega öll að ég er ekki mikið fyrir útivistar íþróttir en þetta var bara mjög gaman. Ég var reyndar á taugum mikið af leiðinni en sem betur fer datt ég bara tvisvar og mér fannst það bara mjög ágætt :)
Svo á laugardeginum fórum við til Jasper og ég lærði á skíði :) Það var alveg GEÐVEIKT gaman :)
Jæja, þetta hlýtur að duga í bili. Hér fyrir neðan set ég nokkrar myndir úr ferðalaginu :)
3 comments:
Flottar myndir
Kvitt...
kvitt
kv.j
Post a Comment