07 February 2010

Próf, próf og fleiri próf

Eins og titillinn gefur í skyn þá eru próf hjá mér. Ég var í tveimur prófum í síðusu viku; stjórnmálafræði á miðvikudaginn og tölfræði á fimmtudaginn. Prófið voru alveg ágæt, mér fannst ganga þokkalega vel og ég sé til hvort að ég hafi rétt fyrir mér þegar ég fæ einkunninar :) Svo er ég í tveimur prófum í þessari viku; alþjóðafræði er á miðvikudaginn og rekstrarhagfræði á fimmtudaginn. Svo er síðasta prófið mitt þann 23. febrúar, og það mun vera þjóðhagfræði próf.
En svo byrjar næsta próf-lotan í mars og svo eru loka prófin mín í apríl.
Þannig að ég er alveg á fullu að læra alla daga.

En annars er háskólalífið alveg þokkalegt. Ég fór og verslaði aðeins í matinn í síðustu viku og keypti mér 3 kíló af kjúklingabringum fyrir 20 kanada dollara. Með skatti. Sem er frekar ódýrt. Þannig að það verður bara kjúklingur í matinn hjá mér í smá tíma :)

Svo byrjar mitt svo-kallaða 'spring break' á föstudaginn næstkomandi. Ég ætla að fara til Valemount með vinkonu minni og gista hjá henni í nokkra daga. Og svo ætlum við að fara til Jasper og hitta tvær vinkonur okkar þar og planið er að gista í Jasper út vikuna. Þetta á að vera algjör snjóbrettis ferð og ég hlakka til að sjá hvernig það mun ganga af því að ég hef aldrei farið á snjóbretti á ævinni minni. En þetta verður væntanlega mjög gaman :)

Fyrir þá sem að vita ekki hvar Jasper og Valemount eru, þá eru herna tveir linkar að Google Maps sem sýna hvar þetta er.


Og fyrir þá sem að muna ekki, þá bý ég í Prince George þannig að þið ættið að geta áttað ykkur á fjarlægðini.

Jæja, þetta hlýtur að duga í bili :)

3 comments:

Gulla said...

Þetta verður frábært ferðalag hjá ykkur. Þú manst að taka fullt af myndum.

kv,
mamma

Villi said...
This comment has been removed by the author.
Villi said...

Dóttir hagfræðingsins hlýtur að standa sig vel í hagfræðigreinunum.

Engin pressa :-)