09 March 2010

53 dagar!!

Eins og titillinn gefur til kynna, þá er ég byrjuð með niðurtalningu.
Og hvað er ég að telja niður?
Dagana þangað til að ég er komin aftur til Namibíu :)

Ég legg af stað frá Vancouver 27. apríl og fer þaðan til Seattle og svo lendi ég á Íslandi 28. apríl. Ég verð á Íslandi í örfáa daga, og legg af stað til Namibíu 30. apríl og verð því komin heim 1. maí :D
Ég hlakka ekkert smá mikið til :D

Annars er ekkert mikið að frétta hjá mér. Bara skóli skóli skóli.
Ég fór reyndar í bíó á sunnudaginn. Ég fór og horfði á Alice in Wonderland í þrívídd og hún var GEÐVEIK. Örugglega besta myndin sem ég hef séð í langan tíma.

Svo er ég bara alltaf að læra. Mér líður eins og ég sé nánast flutt inn á bókasafnið. Ég sit þar að læra á hverju kvöldi.

Jæja, ég þarf víst að mæta í tímann minn :)

2 comments:

Gulla said...

Bara 50 dagar eftir :-)

Gulla said...

Fækkar ekkert dögunum hjá þér elskan mín?