Og hvað er ég að telja niður?
Dagana þangað til að ég er komin aftur til Namibíu :)
Ég legg af stað frá Vancouver 27. apríl og fer þaðan til Seattle og svo lendi ég á Íslandi 28. apríl. Ég verð á Íslandi í örfáa daga, og legg af stað til Namibíu 30. apríl og verð því komin heim 1. maí :D
Ég hlakka ekkert smá mikið til :D
Annars er ekkert mikið að frétta hjá mér. Bara skóli skóli skóli.
Ég fór reyndar í bíó á sunnudaginn. Ég fór og horfði á Alice in Wonderland í þrívídd og hún var GEÐVEIK. Örugglega besta myndin sem ég hef séð í langan tíma.
Svo er ég bara alltaf að læra. Mér líður eins og ég sé nánast flutt inn á bókasafnið. Ég sit þar að læra á hverju kvöldi.
Jæja, ég þarf víst að mæta í tímann minn :)
2 comments:
Bara 50 dagar eftir :-)
Fækkar ekkert dögunum hjá þér elskan mín?
Post a Comment