16 January 2010

Háskóli :)

Jæja, þá er ég byrjuð í háskóla :) Fyrstu tvær vikurnar eru búnar og það gengur bara alveg ágætlega. Tímarnir mínir eru alveg ágætir og prófessarnir eru líka alveg ágætir.

Prince George er alveg fínn bær. Og veðrið er að verða betra. Það er alla vegna ekki -30 stiga hiti lengur :) Og það er ekki jafn mikill snjór og það var þegar við pabbi komum hingað :)

Annars gengur bara mjög vel hjá mér. Strax komin með verkefni og ég fer í nokkur próf í byrjun febrúar þannig að það er alveg hellingur að gera hjá mér.

Æi þetta hlýtur að duga í bili. :)

3 comments:

Davíð Hansson Wíum said...

Gott að það gengur vel.
Þú verður að henda einhverjum fréttum reglulega hérna inn fyrir feisbúkklausaliðið. Það er kannski bara ég...

Villi said...

Takk fyrir þetta. Það eru fleiri en feisbúkklausaliðið sem fylgjast með þessu, því bara halda áfram að skrifa!

Anonymous said...

Hæ elskan, hefur ekkert gerst hjá þér síðan 17. janúar? :-)