27 December 2009

27. desember 2009

Já gleðileg jól allir :)

Árið 2009 fer að ljúka og við tekur árið 2010. Hlýtur að vera alveg ágætlega gaman :)

Jólin eru bara búin og, eins og venjulega, fékk ég nokkrar jólagjafir frá fjölskyldunni. Fékk reyndar ekkert margar en jólin snúast víst ekki um pakka :)

Og það er bara 6 dagar í að ég og pabbi leggjum af stað til Kanada. Leggjum af stað eftir hádegi þann 2. janúar og lendum í Seattle ca. 8 klukkutímum síðar. Svo gistum við í Seattle eina nótt og fljúgum svo til Vancouver morguninn eftir. Og þaðan fljúgum við til Prince George. Verðum kominn til Prince George í kringum 4 held ég. Ég hlakka alveg ekkert smá mikið til :) Og svo byrjar háskólanámið bara 4. janúar; s.s. eftir 8 daga.
Frekar spennandi :)

Annars er ekkert mikið meira að frétta. Ég hef nú eiginlega bara verið að liggja í leti síðustu vikuna. Reyndar er það aðallega af því að ég er búin að vera slæm í bakinu. En ég hef líka mjög lítið að gera þessa dagana.

Jæja, þetta hlýtur bara að duga í bili :)

1 comment:

Anonymous said...

Nú er bara að vera dugleg að blogga elskan mín svo vi hin getum fylgst með þér í þessu nýja ævintýri þínu :-)

mamma