Jæja þá er ég búin að vera á Íslandi í heilan dag :)
Það gekk bara alveg svakalega vel að fljúga og komast á réttan stað og allt það :)
Svaf heima hjá Dagmar í nótt, á svefnsófanum þeirra :P og það var bara ágætlega gaman hjá þeim.
Svo fór ég í skriflega bókprófið í dag. Og stóðst :D :D :D :D Fékk 4 villur, allar í B-hlutanum (það má vera með 2 villur í A-hluta og 7 villur samtals) Það var samt ekkert smá mikið vesen að fá niðurstöður prófsins. Ég gleymdi nefnilega ökubókinni heima og fólkið í Frumherja þurfti hana og ég hafði enga leið til að komast heim og ná í hana; Dagmar var að fara að vinna og ég vissi ekkert hvar strætó stoppi stöðin var. Þannig að ég tók bara leigubíl heim :) og fann loksins bókina og fór á straeto.is að finna hvernig ég ætti að komast upp í Frumherja og þá tók ég strætó þar og fékk niðurstöðirnar. Síðan þurfti ég bara að komast heim :S Eini strætóinn sem ég gat fundið í þessu svæði var að fara í hina áttina þannig að ég tók hann af því að ég vissi að hann færi aftur upp í ártún. En hann endaði með að gera rúnt um Mosfellsbæ. En ég náði loksins að komast heim :)
Núna er ég að horfa á Simpsons og svo ætla ég að halda áfram að þrífa þessa blessaða íbúð.
:)
2 comments:
Alltaf gaman að svona sögum. Seinna meir þegar þú segir frá bílprófinu þínu þá kryddar þetta söguna hressilega. Til hamingju með útkomuna.
Flott hjá þér elskan mín
kv,
mamma
Post a Comment