20 April 2009

17 ára :D

Já það er 20. apríl í dag - afmælisdagurinn minn :D:D
Loksins orðin 17 ára :)

En ég verð að segja að þessi dagur er nú ekkert sérstaklega góður í mannkynssögunni... Adolf Hitler fæddist á þessum degi, Napoleon III fæddist á þessum degi, Columbine shooting gerðist fyrir akkúrat 10 árum í dag. French Revolution stríðin byrjuðu 20. apríl 1792; Ludlow Massacre-ið í Colorado gerðist 1914. Johnson Space Center shooting-ið gerðist 2007. 20. apríl er líka þekktur sem 420, dagur sem er helgaður við cannabis.

En þetta er nú líka alveg ágætis dagur. Ég fæddist á þessum degi 1992 :) James Cook fann Ástralíu 20. apríl 1770, Luther Vandross fæddist líka á þessum degi. Wisconsin var tilkynnt sem bandarískt fylki. Þannig að þessi dagur er ekki bara illkenndur :)

Við fjölskyldan héldum upp á afmælinu mínu í gær. Pabbi bakaði 3 kökur - skúffukaka, súkkulaði kaka og rjóma tertu (handa mömmu). Svo opnaði ég pakkana mína :D Ég fékk Cars sængu- og koddaver, bók og Sudoku-bók frá Rúnari Atla; the complete collection (limited edition) af Blackadder frá Dagmar og fartölvu frá mömmu og pabbi :D ég er alveg ekkert smá ánægð með gjafirnar. Og tölvan er alveg æðisleg :) Þetta er Windows Acer tölva. Og ég var ekkert smá hissa á því að pabbi keypti ekki Macintosh tölvu fyrir mig, hann hefur nefnilega alltaf haldið því fram að hann mundi aldrei kaupa 'windows-drasl' fyrir mig :) Og hann segist vera nokkuð sorgmæddur yfir þessu.

Svo er ég komið með rautt hár :) ekki mjög áberandi rautt, nema þegar ég stend í sólinni, þá skín rauði liturinn alveg rosalega mikið. Ég á eftir að taka mynd af því þar sem að liturinn sést almennilega en ég skal setja mynd inná um leið og fæ eina.

Svo legg ég af stað til Íslands eftir 8 daga :) legg af stað 28. apríl og lendi í London e'ð um 4.30 næsta morgun. Svo þarf ég að skipta um flugvöll og lendi síðan e'ð um 3 á íslandi. Svo fer ég í bóklega bílprófið klukkan 2 eftir hádegi þann 30. apríl. Er frekar kvíðin en ég held að ég nái þessu alveg :) alla vegna vona ég það.

Jæja, ég ætla að halda áfram að horfa á Blackadder :)

2 comments:

Jóhanna besta frænka said...

Til hamingju með daginn elskan mín, mér finnst þú samt ekkert eiga afmæli i dag heldur á morgun haha.. efast ekki um að dagurinn í dag hafi verið frábær... kossar og knús frá mér

Anonymous said...

Þú leikur þér að bílprófinu,engu að kvíða,ég náði á sínum tíma og pabbi þinn,þetta er leikur einn. RAUÐHAUS,jæja ekki er nú öll vitleysan eins,jú en til hamingju með daginn,17 ára,hmmm,en hvað með RÚSSAN?