Jæja, þá er ég komin aftur til Kanada :)
Ferðalagið mitt var alveg ágætt. Ég missti reyndar næstum því af fluginu mínu frá Namibíu. Það var nefnilega þannig að ég fór í gegnum hliðið nokkrum mínútum áður en það átti að fara að hleypa um borð, en þegar ég var komin í gegn þá var víst löngu byrjað að hleypa í gegn og ég rétt náði vélinni. Ég skil ekki alveg hvernig það gerðist af því að það var aldrei tilkynnt að það væri að hleypa um borð. En ég náði vélinni, þannig að þetta var ok. Svo var flugið frá Joburg seinkað um ca. 2 tíma, af því að það var sprungið dekk á vélinni. En ég komst til London. Og svo komst ég líka til Íslands.
Svo flaug ég til Seattle á föstudaginn, og það var alveg ágætt. Frekar langt flug, en ekkert major gerðist. Svo var alveg svakalega heitt í Seattle, næstum því 30 gráður selsíus. Svo gisti ég á rosalega fínu hóteli föstudagskvöldið, og var mætt út á fluvöll klukkan 4 um morgunin. Ég þurfti næstum því að borga 75 bandaríkja dali í yfirvigt, en ég varð rosalega heppin. Kanadíska debetkortið mitt virkaði ekki, og ekki heldur íslenska, og það var hvergi hraðbanki þannig að konan ákvað bara að ég þurfti ekki að borga. Og ekki var ég að fara að rífast við hana :)
Svo komst ég loksins til Prince George, og í íbúðina mína :)
Annars er lítið að frétta af mér. Ég er bara að bíða eftir að skólinn byrji aftur á miðvikudaginn. Ég hlakka frekar mikið til, ég held að þessi önn verður mjög skemmtileg :)
3 comments:
Náttúrulega algjör snilld að vera bara með kort frá svona fjárglæfralöndum...
Íslenskt bankakort og sólheimaglott, skotheld tvenna.
Greinilega málið að vera með ónothæf kort þegar taskan er of þung :-)
Post a Comment