31 March 2010

31 dagar :)

Já.. Niðurtalningin heldur áfram - aðeins 31dagar. :)
Ég hlakka ekkert smá mikið til :)
Svo á ég afmæli eftir 20 daga :) Og þá verð ég orðin 18 ára. Eld gömul :P Þetta verður reyndar fyrsta skiptið sem ég er alein á afmælinu mínu þannig að ég veit ekki alveg hvað ég ætla að gera. En ég er að búast við að fá einhverja sniðuga súkkulaði köku þegar ég kem heim til Namibíu hóst hóst pabbi :)

Annars er lítið að frétta af mér. Ég er alveg að verða búin með bóka yfirlit sem ég þarf að skila í dag. 8 blaðsíður og ca. 2700 orð. Ég hlakka mjög mikið til að skila þessu inn og það verður alveg risa stórt bros á andlitinu mínu í kvöld :)

Annars er ég hálf búin að eyðileggja höndina mína. :( Okei, smá ýkjur hjá mér. En ég er búin að gera eitthvað við höndina mína. Ég sat fyrir framan tölvuna mína í allan dag í gær að skrifa þetta bóka yfirlit og svo einhverntíman eftir hádegi varð mér allt í einu svo illt í hendinni. Og mér er ennþá ekkert smá illt :(

Og þess vegna get ég ekki skrifað mikið meira.

:)

09 March 2010

53 dagar!!

Eins og titillinn gefur til kynna, þá er ég byrjuð með niðurtalningu.
Og hvað er ég að telja niður?
Dagana þangað til að ég er komin aftur til Namibíu :)

Ég legg af stað frá Vancouver 27. apríl og fer þaðan til Seattle og svo lendi ég á Íslandi 28. apríl. Ég verð á Íslandi í örfáa daga, og legg af stað til Namibíu 30. apríl og verð því komin heim 1. maí :D
Ég hlakka ekkert smá mikið til :D

Annars er ekkert mikið að frétta hjá mér. Bara skóli skóli skóli.
Ég fór reyndar í bíó á sunnudaginn. Ég fór og horfði á Alice in Wonderland í þrívídd og hún var GEÐVEIK. Örugglega besta myndin sem ég hef séð í langan tíma.

Svo er ég bara alltaf að læra. Mér líður eins og ég sé nánast flutt inn á bókasafnið. Ég sit þar að læra á hverju kvöldi.

Jæja, ég þarf víst að mæta í tímann minn :)