08 August 2008

o8.o8.o8

Já já... Það eru nú bara akkúrat 2 mánuðir síðan ég bloggaði seinast og þá ákvað ég bara að blogga aftur :)

Er ný komin í frí, jippí :) Skrifaði síðasta prófið á miðvikudaginn og var bara mjög ánægð með það...
Svo var mér sagt af mömmu og pabba að ég ætti að blogga um listaprófin mín. Og ég skal bara fara aðeins nánar út í það...
Ég skrifaði (teiknaði?) s.s. tvö listapróf á þessari önn, bæði 10 tíma próf. Það fyrsta var á miðvikudegi eftir skóla og á fimmtudagsmorgni; og það seinna á föstudegi eftir skóla og laugardagsmorgni.

Og núna er ég komin í frí í rúmlegan mánuð :) ekkert smá ánægð.

Svo fór ég í klippingu í gær. Lét lita hárið aðeins ljósara, og klippti það aðeins styttra. s.s., það er frekar stutt að aftan og aðeins síðara að framan. Mjög flott. Er reyndar ekki búin að taka mynd, en verð nú ekki lengi að því :)

En jæja, veit ekki hvað ég get meira sagt þannig að ég ætla bara að fara og fá mér eitthvað að borða.

Hér eru svo myndir af listaprófunum:














5 comments:

Anonymous said...

Gaman að sjá að þú ert farin að blogga aftur, það var lööööngu kominn tími til :-)

Listamyndirnar þínar eru alveg meiri háttar flottar - frábært.

kv,
Gulla

Anonymous said...

Rosalega flottar myndir hjá þér elsku Tinna Rut:-) Hlakka til að sjá mynd af hárinu þínu.

Koss og knús frá Maju frænku í Norge.

P.s. getur þú ekki sett inn mynd af myndinni sem þú málaðir af honum Rúnari Atla?

Villi said...

Alveg stórkostlegar myndir. Spurningin er auðvitað í hvoru foreldra þinna búi falinn listamaður?

Ton père

Anonymous said...

Flott hjá þér með þessi listaverk.

tek undir með norsku gellunni þarna ... hvar er mynd af hárinu

Anonymous said...

Þú færð líka mjög góða umsögn frá myndmenntakennaranum - þú hlýtur að fá þetta á einhvern hátt frá mér, þó það sé langsótt :-) Hlakka bara til að sjá fleiri myndir eftir þig!