08 June 2008

Sunnudagur

Já þá er komið að lok helgarinnar og ekkert mikið að gerast.

Er búin að vera mjög productive þessa helgi :)
Á föstudaginn fór ég og keypti mér nýja skó :) mjög flottir alveg :) og síðan fór ég út í þeim um kvöldið :)

Svo í gær fór ég til Nicola og við vorum að læra og bökuðum :) Svo um kvöldið fór ég til Adam og við vorum nokkur að horfa á myndir þar.

Og í dag vaknaði ég eld snemma af því að pabbi gerði súkkulaði-bita pönnukökur :) alveg æðislega góðar.
Svo var ég eiginlega bara að læra í allan dag, fór svo upp og bakaði u.þ.b. 50 smákökur og síðan eldaði ég kvöldmat handa mér og Rúnar Atla.
Og ég lærði inn á milli.

Og hvað var faðir minn að gera á meðan að ég var fyrir framan ofnin í tvo tíma? Hann var náttúrulega að horfa á fótbolta. Hvað annað?

Annars er ekkert mikið að gerast hér... Myndatökudagur í skólanum á morgun =/ ætli það verði ekki bara æðislega gaman.

En jæja, ætla að halda áfram með listina. Þarf víst að skila henni á morgun =/

6 comments:

Anonymous said...

Rosalega hefur þú verið dugleg um helgina elskan mín - mjög gott hjá þér.

kv,
mamma

vennesla said...

Það er enginn smá dugnaður í þér Tinna Rut:-)

Koss og knús frá okkur í Norge

Anonymous said...

Enda á karlinn þetta alveg inni hjá þér að njóta lystisemda knattspyrnunar,fagurleika og fjölbreytileika og ég tala nú ekku um spennunar sem knattspyrnuni fylgir.

Dagmar Ýr said...

fær maður ekkert að sjá mynd af skónum? =O hvað á þetta eiginlega að þýða????

Anonymous said...

Hva, búið að uppfæra prófælinn? Hvað varð um netta strákinn...?

Anonymous said...

Á ekkert að fara að blogga???

kv,
mamma