Já, það er nú orðið frekar langt síðan að ég hef bloggað síðast, bara heill mánuður og tvo daga :)
Og það er búið að segja mér að blogga þannig að ég ákvað bara að blogga :)
En alla vegna, þá er ég á Íslandi. Og það er rosalega kalt. Alveg ROSALEGA kalt. Brr. Búinn að vera snjór, rigning, hálka og bara allt fyrir utan haglél. En þetta er nú svosem alveg ágætt.
Er síðan byrjuð í ökutíma, hef farið í 5 tíma og á 11 eftir. Og það gengur bara mjög vel :) Ökukennarinn minn segir að mér gengur vel og allt er bara eins og það eigi að vera. Síðan fer ég í ökuskólann 15. des til 18. des. Fer í bæði ökuskóli 1 og ökuskóli 2 núna af því að það verður engin tími fyrir mig til að gera það í maí þegar ég kem til að taka bílprófið. Ég er alla vegna mjög spennt, það eru u.þ.b. 4 mánuðir í bílpróf :))
Annars hef ég verið að gera voðalega lítið á Íslandi. Aðallega verið að horfa á sjónvarpið, sem er frekar stór atburður hjá mér af því að ég horfi mjög sjaldan á sjónvarp. Síðan hef ég verið að hjálpa mömmu að pakka inn jólagjöfum, og taka upp jólaskrautið okkar. En síðan er komið í ljós að ég er búin að fá vinnu í 10-11 hjá Dagmar :) Byrja á morgun, en þá ætlar Dagmar að þjálfa mig. Síðan er bara spurning um hversu oft ég fæ vaktir. Alla vegna hef ég þá eitthvað að gera á deginum.
En já, ég ætla að sofa; þarf víst að vakna snemma í fyrramálið.
3 comments:
Gott að sjá að einhver nennir að blogga. Flott að þú sért farin að þéna peninga. Gangi þér vel, bæði í vinnunni og ökutímum.
Pabbi
HMMMMMMMMMMM!!! Ungviðið vex og vex og áður en þú veist af verðurðu búin að fá RÚSSNESKAN tengdason!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Á ekkert að fara að blogga???????
xo xo
mamma
Post a Comment