Heilsan mín hefur aldrei verið það góð. Alla vegna ekki í undanfarin ár.
Var alveg fárveik í síðustu viku. Fékk flensuna og síðan augnsýkingu. Fór ekki í skólann frá Manudag framm að Miðvikudag. Og var síðan á tveimur mismunandi lyfjum og þurfti að taka augndropa. Alveg hrikalegt.
En það er nú ekki aðal sagan í dag. Ó nei.
Fyrir tæplega tveimur og hálfum árum þá uppgötvaðist það að ég væri með lágan blóðþristing. Þetta kom uppá af því að það leið yfir mig. Og síðan þá hef ég oft fengið þá tilfinningu að það sé að líða yfir mig. Oftast lagast þetta þegar ég leggst niður þannig að ég var ekkert að hafa neinar áhyggjur af þessu.
Síðan undanfarna mánuði hefur þetta gerst oftar og oftar, sérstaklega á morgnana þegar ég er á leið í sturtu.
Og í gær gerðist þetta aftur. Þá hringdi ég í mömmu eld snemma og hún þurfti að koma niður í baðherbergið mitt og hjálpa mér á fætur. Síðan ákvað hún að þetta kom fyrir aðeins of oft; þetta er annað skiptið í rúmlega fjóra mánuði sem hún þarf að koma niður til mín og hjálpa mér. Þannig að mamma pantaði tíma hjá lækni fyrir mig í gær.
Við fórum þá til læknis og mamma sagði honum frá þessu. Og hann sagði að ég væri með 'Orthostatic hypotension'. Sem sagt er ég með mjög lágan blóðþrysting, og þegar ég stend upp eða hreyfi mig skyndilega þá rennur það litla blóð sem ég er með í heilanum, að jörðu. Og þá svimar mér og sé ekki vel og þá getur oft liðið yfir mig.
Læknirinn mældi þá blóðþrystinginn minn og hann er u.þ.b. 90/60. Sem er hættulega lágt. Og ef að blóðþrýstingurinn lækkar meira þá er hætta á því að ég deyji. Og þess vegna þarf ég núna að taka pillur á hverjum degi til að hækka blóðþrýstingin min.
Síðan sagði læknirinn okkur að það er séns á að ég sé anaemic (anaemia er blóðleysi - look it up) og hann ákvað að senda mig í blóðprufu til að finna út hvort hann hafi rétt fyrir sér.
Þannig ég fór í mína fyrstu blóðprufu í gær. Ég hef aldrei látið taka blóð úr mér, ég hef enga hugmynd um hvaða blóðflokk ég er í, og ég hef aldrei gefið blóð. Ég og mamma fórum þá upp á spítala og létum taka blóð úr mér. En þá gat hjúkrunakonan ekki séð almennilega æð í handleggnum, s.s. engin æð 'popped out' þannig hún þurfti að setja nálina í hendina mín, og þetta var rosalega sárt skal ég segja þér.
En síðan hringdi læknirinn í mig dag til að tilkynna það að ég væri ekki með blóðleysi, heldur er ég bara ágætlega heilsusöm. Woohoo.
En ef ég hefði verið með anaemia, þá hefði ég loksins verið komin með almennileg útskýring yfir mörgum hlutum, t.d. af hverju mér er alltaf svo kalt, af hverju ég fæ alltaf sár í munnvikið, af hverju ég er svo rosalega pale. Og bara allskyns þannig.
En ég er nú bara ánægð að vera ekki með þennan sjúkdóm :)
5 comments:
Elsku snúllan mín.
kv,
mamma
Það er ekki lítið á þig lagt, elsku Tinna Rut.
Koss og knús frá okkur í Norge
Lakkris er líka rosa góður til að hækka blóðþrýsting,þú hefur þetta frá frænku þinni á Íslandi *blikk,blikk* kossar og knús frá mér
Þú gætir fengið lítin þrísting frá mér:-)
Var síðast með 166/97
Doddi
Koníak er allra meina bót
Elli
Post a Comment