S.l. laugardag ákváðum við pabbi að það væri kominn tími til að leyfa mér að æfa mig í því að keyra, aðallega þannig að ég kann að keyra almennilega þegar ég fæ æfingaleyfið mitt.
Þannig að á sunnudaginn var ég vakin eld snemma - klukkan 9 sko - og mér er sagt að koma upp og elda morgunmat. Ég ákvað nefnilega að læra að gera kanadískar pönnukökur og pabbi samþykkti að kenna mér. Og ég verð að segja, þær tókust bara mjög vel :)
Síðan kláraði ég alla heimavinnuna mína, mjög stolt :)
Síðan um eitt leitið var lagt af stað í bíltúr.
Hann Rúnar Atli ákvað að koma með og við keyrðum í átt að Walvis Bay, baka leiðina, sem fer framhjá mörg fjöll og er ekki steyptur vegur, heldur er vegurinn bara sandur.
Eftir rúmlega 30 km þá tók ég við og fór að keyra :)
Fyrsta skiptið sem ég drep ekki á vélinni, mjög stolt yfir því :) Ok. Það er lygi. Ég drap á vélinni. En bara af því að hann faðir minn öskraði allt í eina 'STOPP' og ég vissi ekkert hvernig ég átti að gera það. En ég náði að stoppa eftir nokkra metra. Fékk þá að vita að ég væri komin of langt framhjá ÖPUNUM og ætti að snúa við. Þannig að ég snéri við, mjög vel gert, if I do say so myself. Sérstaklega af því að ég hef aldrei bakkað áður.
Síðan var haldið heim, og ég fékk að keyra alveg upp að 4-way stopp þar sem pabbi tók við stýrið.
Ég keyrði rúmlega 60 km, og mér fannst ég ganga frekar vel. Miðað við það að ég er ekkert sérstaklega góð að sleppa kúplingunni á réttum tíma.
Síðan var Rúnar Atli spurður hvort að ég gerði vel.
Svarið hans --> 'Nei.'
Skemmtilegur :)
2 comments:
Gott að það gekk vel hjá þér elskan
kv,
mamma
Ef þú hefur einhverja aksturs hæfileika á við hann föður þinn þá þarf ekki að hafa áhyggjur af þér né akstri þínum í náinni framtíð og jú hún móðir þín er ágætis bílstjóri líka, svo ég gæti sanngirnis.
Elli
Post a Comment