08 June 2008

Sunnudagur

Já þá er komið að lok helgarinnar og ekkert mikið að gerast.

Er búin að vera mjög productive þessa helgi :)
Á föstudaginn fór ég og keypti mér nýja skó :) mjög flottir alveg :) og síðan fór ég út í þeim um kvöldið :)

Svo í gær fór ég til Nicola og við vorum að læra og bökuðum :) Svo um kvöldið fór ég til Adam og við vorum nokkur að horfa á myndir þar.

Og í dag vaknaði ég eld snemma af því að pabbi gerði súkkulaði-bita pönnukökur :) alveg æðislega góðar.
Svo var ég eiginlega bara að læra í allan dag, fór svo upp og bakaði u.þ.b. 50 smákökur og síðan eldaði ég kvöldmat handa mér og Rúnar Atla.
Og ég lærði inn á milli.

Og hvað var faðir minn að gera á meðan að ég var fyrir framan ofnin í tvo tíma? Hann var náttúrulega að horfa á fótbolta. Hvað annað?

Annars er ekkert mikið að gerast hér... Myndatökudagur í skólanum á morgun =/ ætli það verði ekki bara æðislega gaman.

En jæja, ætla að halda áfram með listina. Þarf víst að skila henni á morgun =/

04 June 2008

Afmæli :)

Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli, hún Dagmar
Hún á afmæli í dag!

:D



Til hamingju með að vera orðin tvítug :D

01 June 2008

Stutt hár?

Ætlaði bara að blogga snöggvast til að láta alla vita að ég er orðin stutthærð :)

Fór í klippingu á föstudaginn og fór í litun og klippingu :)







































Ég er nú bara mjög sátt með þetta :)