08 February 2011

Sýking :/

Það er orðið alveg þokkalega langt síðan að ég bloggaði seinast...
Það er nú lítið að frétta úr norður-Ameríkunni reyndar.
Ég var að koma heim frá ferð til læknis og ég er komin með sýkingu í fótinn :(
Það var þannig að ég fékk sár á föstudaginn og það versnaði yfir helgina. Þeir sem eru vinir mínir á Facebook munu vita að mamma og Jóhanna frænku voru að skamma mig fyrir að hafa ekki farið til læknis fyrr þannig að ég lét Justin keyra mig áðan og mér var sagt að ég væri alveg pottþétt með sýkingu :(
Þannig að ég fékk lyf og eitthvað krem og vonandi lagast þetta á næstu dögum. Vonandi get ég alla vegna farið að labba almennilega aftur. Það væri svo sem alveg ágætt :)

En annars er mjög lítið að frétta héðan.
Önnin er næstum því hálfnuð og ég fæ svokallað Spring Break í næstu viku :) Planið mitt er að hanga bara heima og læra og vinna. Ég ætla bara að taka það rólega í alla viku :)

Jæja, ég ætla að halda áfram að læra. Ég vildi bara láta vita að ég hafi farið til læknis :)

2 comments:

Villi said...

Til hamingju með nýársbloggið!

Sýkingin lagast örugglega fljótt. Bara vera dugleg að bera á sig og hugsa vel um fótinn.

Jóhanna besta frænka said...

Flott hjá þér að drífa þig til læknis, og vera dugleg að hlusta á okkur mömmu þína á feisbúkkinu við vitum þetta allt sko haha. Farðu nú eftir fyrirmælum læknisins og láttu okkur vita ef þú sérð ekki árangur af þessari meðferð innan 2ja daga :)