27 December 2009

27. desember 2009

Já gleðileg jól allir :)

Árið 2009 fer að ljúka og við tekur árið 2010. Hlýtur að vera alveg ágætlega gaman :)

Jólin eru bara búin og, eins og venjulega, fékk ég nokkrar jólagjafir frá fjölskyldunni. Fékk reyndar ekkert margar en jólin snúast víst ekki um pakka :)

Og það er bara 6 dagar í að ég og pabbi leggjum af stað til Kanada. Leggjum af stað eftir hádegi þann 2. janúar og lendum í Seattle ca. 8 klukkutímum síðar. Svo gistum við í Seattle eina nótt og fljúgum svo til Vancouver morguninn eftir. Og þaðan fljúgum við til Prince George. Verðum kominn til Prince George í kringum 4 held ég. Ég hlakka alveg ekkert smá mikið til :) Og svo byrjar háskólanámið bara 4. janúar; s.s. eftir 8 daga.
Frekar spennandi :)

Annars er ekkert mikið meira að frétta. Ég hef nú eiginlega bara verið að liggja í leti síðustu vikuna. Reyndar er það aðallega af því að ég er búin að vera slæm í bakinu. En ég hef líka mjög lítið að gera þessa dagana.

Jæja, þetta hlýtur bara að duga í bili :)

03 December 2009

Ljóska..


Jæja. Mér er sagt að ég þarf að fara að blogga aftur. *gasp* so here goes:

Bara einn dagur enn, well, 22 klukkutímar, og þá er ég flutt frá Namibíu eftir 8 ára búsetu. Mjög sorglegt. En ég verð komin til Kanada eftir akkúrat mánuð, sem er mjög spennandi :)
Svo fór ég í litun í dag, setti enn fleiri strípur - ljósar of course. Er ennþá að reyna að verða almennilega ljóshærð og þetta gengur alveg ágætlega hjá mér.

Ok. Ég veit ekki hvað ég annað ég á að segja.

Ein mynd af mér þannig að fólk muni ennþá hvernig ég lít út :)

ekkert sérstaklega góð gæði en þetta verður bara að duga. :)

05 May 2009

Yay :)

Komin með bílpróf :D:D:D:D:D

30 April 2009

:D

Jæja þá er ég búin að vera á Íslandi í heilan dag :)

Það gekk bara alveg svakalega vel að fljúga og komast á réttan stað og allt það :)

Svaf heima hjá Dagmar í nótt, á svefnsófanum þeirra :P og það var bara ágætlega gaman hjá þeim.

Svo fór ég í skriflega bókprófið í dag. Og stóðst :D :D :D :D Fékk 4 villur, allar í B-hlutanum (það má vera með 2 villur í A-hluta og 7 villur samtals) Það var samt ekkert smá mikið vesen að fá niðurstöður prófsins. Ég gleymdi nefnilega ökubókinni heima og fólkið í Frumherja þurfti hana og ég hafði enga leið til að komast heim og ná í hana; Dagmar var að fara að vinna og ég vissi ekkert hvar strætó stoppi stöðin var. Þannig að ég tók bara leigubíl heim :) og fann loksins bókina og fór á straeto.is að finna hvernig ég ætti að komast upp í Frumherja og þá tók ég strætó þar og fékk niðurstöðirnar. Síðan þurfti ég bara að komast heim :S Eini strætóinn sem ég gat fundið í þessu svæði var að fara í hina áttina þannig að ég tók hann af því að ég vissi að hann færi aftur upp í ártún. En hann endaði með að gera rúnt um Mosfellsbæ. En ég náði loksins að komast heim :)

Núna er ég að horfa á Simpsons og svo ætla ég að halda áfram að þrífa þessa blessaða íbúð.
:)

20 April 2009

17 ára :D

Já það er 20. apríl í dag - afmælisdagurinn minn :D:D
Loksins orðin 17 ára :)

En ég verð að segja að þessi dagur er nú ekkert sérstaklega góður í mannkynssögunni... Adolf Hitler fæddist á þessum degi, Napoleon III fæddist á þessum degi, Columbine shooting gerðist fyrir akkúrat 10 árum í dag. French Revolution stríðin byrjuðu 20. apríl 1792; Ludlow Massacre-ið í Colorado gerðist 1914. Johnson Space Center shooting-ið gerðist 2007. 20. apríl er líka þekktur sem 420, dagur sem er helgaður við cannabis.

En þetta er nú líka alveg ágætis dagur. Ég fæddist á þessum degi 1992 :) James Cook fann Ástralíu 20. apríl 1770, Luther Vandross fæddist líka á þessum degi. Wisconsin var tilkynnt sem bandarískt fylki. Þannig að þessi dagur er ekki bara illkenndur :)

Við fjölskyldan héldum upp á afmælinu mínu í gær. Pabbi bakaði 3 kökur - skúffukaka, súkkulaði kaka og rjóma tertu (handa mömmu). Svo opnaði ég pakkana mína :D Ég fékk Cars sængu- og koddaver, bók og Sudoku-bók frá Rúnari Atla; the complete collection (limited edition) af Blackadder frá Dagmar og fartölvu frá mömmu og pabbi :D ég er alveg ekkert smá ánægð með gjafirnar. Og tölvan er alveg æðisleg :) Þetta er Windows Acer tölva. Og ég var ekkert smá hissa á því að pabbi keypti ekki Macintosh tölvu fyrir mig, hann hefur nefnilega alltaf haldið því fram að hann mundi aldrei kaupa 'windows-drasl' fyrir mig :) Og hann segist vera nokkuð sorgmæddur yfir þessu.

Svo er ég komið með rautt hár :) ekki mjög áberandi rautt, nema þegar ég stend í sólinni, þá skín rauði liturinn alveg rosalega mikið. Ég á eftir að taka mynd af því þar sem að liturinn sést almennilega en ég skal setja mynd inná um leið og fæ eina.

Svo legg ég af stað til Íslands eftir 8 daga :) legg af stað 28. apríl og lendi í London e'ð um 4.30 næsta morgun. Svo þarf ég að skipta um flugvöll og lendi síðan e'ð um 3 á íslandi. Svo fer ég í bóklega bílprófið klukkan 2 eftir hádegi þann 30. apríl. Er frekar kvíðin en ég held að ég nái þessu alveg :) alla vegna vona ég það.

Jæja, ég ætla að halda áfram að horfa á Blackadder :)

26 March 2009

nýr frændi :)

Ætlaði bara að óska Davíð og Siggu til hamingju með litla strákinn :)

Svo fer ég bráðum að setja inn myndir frá helgarferðinni minni. Fór til Sossusvlei með kennaranum mínum, manninum hennar, syni hennar, kærasta syni hennar og ein vinkona mín úr bekknum. Við fórum semsagt í ljósmyndar ferð og ég fór með af því að ég er í ljósmyndum í skólanum. Það var alveg æðislega gaman.
En ég verð að vera í hinni tölvunni til að setja myndir inná þannig að það verður smá bið af því að ég hef mjög mikið að gera á næstu dögum. Djamm og allt þannig :p

Oh, og ég á afmæli eftir 25 daga :D Og ég fer til íslands eftir 32 daga ég held. Alla vegna, ég lendi 29. apríl fyrir þá sem vilja vita :) Svo fer ég í bóklega bílprófið 30. apríl. Ekkert smá kvíðin :S

En já :) Er farin að læra aðeins meira

16 March 2009

jeiijj

Jæja þá er ég búin að skila minni fyrstu skattaskýrslu :) gerði það reyndar í gær but whatever, same difference ;p
Og ég fæ heilar 77 krónur til baka í águst :) oh yeah :)

24 February 2009

:)

Ætlaði bara að monta mig aðeins með myndir af lista verkefninu sem ég er búin að vera upptekin með síðustu 2 vikurnar.
Ég þurfti að hanna logo fyrir skó, og síðan teikna logo-ið eins og það mundi vera á kassa :)



Ég er nú bara mjög stolt :)

23 February 2009

Afmæli! :)

Ég ætlaði bara að óska henni Jóhönnu frænku til hamingju með daginn :D



18 February 2009

18.o2.o9

Já, það er orðið frekar langt síðan að ég hef bloggað.
Hömm :/

En ég er bara búin að vera alveg á fullu með skólann og hvað annað.
Er byrjuð í 12. bekk :D Ég á rúmlega 7 mánuði eftir af skóla og þá er ég bara búin :D:D
En vá, ekkert smá mikið að gera í skólanum núna. Ég þarf að fara að sækja um í háskóla bráðum og kennararnir eru bara að henda helling á okkur.
Ég þarf að fara í líffræði practicals. :/ og þau eru ekki mjög gaman. Í síðustu viku þurftum við að taka einn fót og einn væng af kakkalakka. *shudder* En ég lét strákana gera það fyrir mig þannig að ég þurfti ekkert að snerta hann :D Og í gær þá vorum við að skoða cells í grasi. Tók mig heillengi að ná lyktini af puttunum mínum *blech*

Og mér gengur alveg ágætlega í skólanum. Er búin að fá mjög góðar einkunnir í öllu sem við höfum gert í tíma. Og ég fékk 76% í ensku prófi, 75% í stærðfræði og 68% í líffræði. Þannig ég er bara ágætlega sátt :)

Svo var ég rosalega góður citizen í dag. Gaf blóð. Það var mitt fyrsta skipti, og ég get alveg sagt að ég ætla ekki aftur á næstunni. Fyrst gátu hjúkkurnar ekki fundið æð, það tók nokkrar mínútur. Svo rann blóðið mitt svo hægt að ég sat í stólnum í örugglega klukkutíma!! Leiddist ekkert smá mikið. Og ég kláraði kókið og kexið sem þau gáfu mér áður en það var búið að klára að taka blóðið úr mér. Svo stóð ég upp og fann ekki fyrir hægri hlutann á líkamanum mínum. Og ég ætlaði að labba niður stigana í skólanum til að sækja töskuna mína og ég gat ekki komið hægri fætinum mínum á tröppunna. Þannig að einn maðurinn sem var að vinna með blóðbankanum tók mig aftur inn í herbergið og lét mig setjast og ég þurfti að sniffa eitthvað vímuefni ;p Ég held það hafi verið eitthvað svipað og alkóhól. Og þetta var bara gert til þess að passa að það mundi ekki líða yfir mig. Og það leið ekki yfir mig :)

09 January 2009

2009

Jæja, ákvað að blogga smá. Það er farið að heyrast aðeins of oft í pabba; "á ekki að fara að blogga?"

En já, jólin eru víst búin. Og við leggjum af stað aftur heim á sunnudaginn, hlakka ekkert smá mikið til. Síðan byrja í í 12. bekk á miðvikudaginn; hlakka kannski ekki jafn mikið til en ég á nú bara þetta ár eftir so it's ok :) .
Fór síðan með ökuskirteinis umsóknina á löggustöðuna í dag, þetta nálgast bara meir og meir. Fór í einn ökutíma á miðvikudag sl. og þá sagði ökukennarinn minn að ef að þetta hefði verið bílpróf þá hefði ég staðist :D Þannig að ég er bara mjög stolt :DD

En ákvað að skella inn nokkrum myndum af fríinu sem teknar voru með nýju myndavélinni minni sem ég fékk í jólagjöf frá mömmu og pabba - Sony Cybershot DSC-W110; 7,2 mega pixels :)



ekkert smá flott :D

En já, hér eru örfáar myndir :
Hérna eru mamma og pabbi voða fín á aðfangardag


og Rúnar Atli í nýja Latibæjar-vestinu sínu

Og hér er hann aftur, í Spiderman búningi sem hann klæðist í á hverjum einasta degi núna :)Svo var það þannig, að hann Rúnar Atli fékk gefins 1000 krónur frá fjölskylduvini, og hann ákvað að eyða þeim peningi í þennan fína krókódílahatt. Og mamman varð náttúrulega að prófa hann :)

Hér eru Rúnar Atli og Ísak Máni með stjörnuljós. Svo er Logi Snær bak við Ísak Mána, það sést aðeins í stjörnuljósið hans.

Svo ein mynd af útsýninu frá Æsufellinu á gamlárskvöldi - kannski ekki besta mynd í heimi en jæja, hún verður bara að duga ;p

Svo að lokum - ein mynd til að sýna hvað það fari vel um Rúnar Atla í fríinu. Fætur upp á borði, nammi í hendi, coke frá McDonald's á borðinu, og væntanlega Latibær í sjónvarpinu ;p

En já, ég held að þetta dugi bara í bili. Núna ættu kvartanirnar að hætta í bili :)