09 January 2009

2009

Jæja, ákvað að blogga smá. Það er farið að heyrast aðeins of oft í pabba; "á ekki að fara að blogga?"

En já, jólin eru víst búin. Og við leggjum af stað aftur heim á sunnudaginn, hlakka ekkert smá mikið til. Síðan byrja í í 12. bekk á miðvikudaginn; hlakka kannski ekki jafn mikið til en ég á nú bara þetta ár eftir so it's ok :) .
Fór síðan með ökuskirteinis umsóknina á löggustöðuna í dag, þetta nálgast bara meir og meir. Fór í einn ökutíma á miðvikudag sl. og þá sagði ökukennarinn minn að ef að þetta hefði verið bílpróf þá hefði ég staðist :D Þannig að ég er bara mjög stolt :DD

En ákvað að skella inn nokkrum myndum af fríinu sem teknar voru með nýju myndavélinni minni sem ég fékk í jólagjöf frá mömmu og pabba - Sony Cybershot DSC-W110; 7,2 mega pixels :)



ekkert smá flott :D

En já, hér eru örfáar myndir :
Hérna eru mamma og pabbi voða fín á aðfangardag


og Rúnar Atli í nýja Latibæjar-vestinu sínu

Og hér er hann aftur, í Spiderman búningi sem hann klæðist í á hverjum einasta degi núna :)Svo var það þannig, að hann Rúnar Atli fékk gefins 1000 krónur frá fjölskylduvini, og hann ákvað að eyða þeim peningi í þennan fína krókódílahatt. Og mamman varð náttúrulega að prófa hann :)

Hér eru Rúnar Atli og Ísak Máni með stjörnuljós. Svo er Logi Snær bak við Ísak Mána, það sést aðeins í stjörnuljósið hans.

Svo ein mynd af útsýninu frá Æsufellinu á gamlárskvöldi - kannski ekki besta mynd í heimi en jæja, hún verður bara að duga ;p

Svo að lokum - ein mynd til að sýna hvað það fari vel um Rúnar Atla í fríinu. Fætur upp á borði, nammi í hendi, coke frá McDonald's á borðinu, og væntanlega Latibær í sjónvarpinu ;p

En já, ég held að þetta dugi bara í bili. Núna ættu kvartanirnar að hætta í bili :)