24 February 2009

:)

Ætlaði bara að monta mig aðeins með myndir af lista verkefninu sem ég er búin að vera upptekin með síðustu 2 vikurnar.
Ég þurfti að hanna logo fyrir skó, og síðan teikna logo-ið eins og það mundi vera á kassa :)



Ég er nú bara mjög stolt :)

23 February 2009

Afmæli! :)

Ég ætlaði bara að óska henni Jóhönnu frænku til hamingju með daginn :D



18 February 2009

18.o2.o9

Já, það er orðið frekar langt síðan að ég hef bloggað.
Hömm :/

En ég er bara búin að vera alveg á fullu með skólann og hvað annað.
Er byrjuð í 12. bekk :D Ég á rúmlega 7 mánuði eftir af skóla og þá er ég bara búin :D:D
En vá, ekkert smá mikið að gera í skólanum núna. Ég þarf að fara að sækja um í háskóla bráðum og kennararnir eru bara að henda helling á okkur.
Ég þarf að fara í líffræði practicals. :/ og þau eru ekki mjög gaman. Í síðustu viku þurftum við að taka einn fót og einn væng af kakkalakka. *shudder* En ég lét strákana gera það fyrir mig þannig að ég þurfti ekkert að snerta hann :D Og í gær þá vorum við að skoða cells í grasi. Tók mig heillengi að ná lyktini af puttunum mínum *blech*

Og mér gengur alveg ágætlega í skólanum. Er búin að fá mjög góðar einkunnir í öllu sem við höfum gert í tíma. Og ég fékk 76% í ensku prófi, 75% í stærðfræði og 68% í líffræði. Þannig ég er bara ágætlega sátt :)

Svo var ég rosalega góður citizen í dag. Gaf blóð. Það var mitt fyrsta skipti, og ég get alveg sagt að ég ætla ekki aftur á næstunni. Fyrst gátu hjúkkurnar ekki fundið æð, það tók nokkrar mínútur. Svo rann blóðið mitt svo hægt að ég sat í stólnum í örugglega klukkutíma!! Leiddist ekkert smá mikið. Og ég kláraði kókið og kexið sem þau gáfu mér áður en það var búið að klára að taka blóðið úr mér. Svo stóð ég upp og fann ekki fyrir hægri hlutann á líkamanum mínum. Og ég ætlaði að labba niður stigana í skólanum til að sækja töskuna mína og ég gat ekki komið hægri fætinum mínum á tröppunna. Þannig að einn maðurinn sem var að vinna með blóðbankanum tók mig aftur inn í herbergið og lét mig setjast og ég þurfti að sniffa eitthvað vímuefni ;p Ég held það hafi verið eitthvað svipað og alkóhól. Og þetta var bara gert til þess að passa að það mundi ekki líða yfir mig. Og það leið ekki yfir mig :)