27 September 2010

Kisa :)

Jæja, þá er ég komin með litla kisuna mína :)

Hún heitir Africa, og er aðeins 2 mánaða gömul þannig að hún er pínu lítil ennþá.
En hún er svo mikið krútt :)

19 September 2010

19. september 2010

Jæja þá er ég komin með vinnu :) Ég sótti um vinnu hjá McDonald's í síðustu viku og fór svo í viðtal í gær. Svo var hringt í mig til að láta mig vita að ég væri ráðin :) Ég byrja að vinna í næstu viku og ég hlakka frekar mikið til :)

Annars er ekki mikið að frétta. Það gengur ágætlega í skólanum og allt þannig. Ég man ekki hvort ég væri búin að segja frá því, en ég er að læra Japönsku á þessari önn. Og það er mjög gaman. Ég er búin að læra hvernig á að hafa mjög einföld samtöl og það er alltaf spennandi að læra nýja tungumál :)

Svo er ég ekki enn komin með kettling. Ég ætlaði að fara til SPCA í Quesnel á laugardaginn en þegar ég vaknaði, þá var ég svo þreytt að ég komst varla framúr. En ég ætla að reyna að fara annaðhvort á þriðjudaginn eða miðvikudaginn og ég verð þá væntanlega komin með kettling í þessari viku :)

13 September 2010

Háskóliiiiii

Jæja ég ákvað að skella inn nokkrum myndum af íbúðinni minni í Kanada

Þarna er eldhúsið.

Svo er stofan:

Svo er ég byrjuð aftur í skólanum. Ég er ógeðslega ánægð með alla tímana mína. En ég á eftir að vera svo upptekin á þessari önn að það er ekki fyndið. En þetta verður gaman :)

Annars er lítið að frétta af mér. Nema kannski að froskurinn minn dó yfir sumarið :( Sem ég er frekar sorgmædd yfir. En ég og Laura erum að pæla í að fá okkur kettling þannig að þetta verður ok :)

05 September 2010

Kanada :)

Jæja, þá er ég komin aftur til Kanada :)

Ferðalagið mitt var alveg ágætt. Ég missti reyndar næstum því af fluginu mínu frá Namibíu. Það var nefnilega þannig að ég fór í gegnum hliðið nokkrum mínútum áður en það átti að fara að hleypa um borð, en þegar ég var komin í gegn þá var víst löngu byrjað að hleypa í gegn og ég rétt náði vélinni. Ég skil ekki alveg hvernig það gerðist af því að það var aldrei tilkynnt að það væri að hleypa um borð. En ég náði vélinni, þannig að þetta var ok. Svo var flugið frá Joburg seinkað um ca. 2 tíma, af því að það var sprungið dekk á vélinni. En ég komst til London. Og svo komst ég líka til Íslands.

Svo flaug ég til Seattle á föstudaginn, og það var alveg ágætt. Frekar langt flug, en ekkert major gerðist. Svo var alveg svakalega heitt í Seattle, næstum því 30 gráður selsíus. Svo gisti ég á rosalega fínu hóteli föstudagskvöldið, og var mætt út á fluvöll klukkan 4 um morgunin. Ég þurfti næstum því að borga 75 bandaríkja dali í yfirvigt, en ég varð rosalega heppin. Kanadíska debetkortið mitt virkaði ekki, og ekki heldur íslenska, og það var hvergi hraðbanki þannig að konan ákvað bara að ég þurfti ekki að borga. Og ekki var ég að fara að rífast við hana :)
Svo komst ég loksins til Prince George, og í íbúðina mína :)

Annars er lítið að frétta af mér. Ég er bara að bíða eftir að skólinn byrji aftur á miðvikudaginn. Ég hlakka frekar mikið til, ég held að þessi önn verður mjög skemmtileg :)