19 September 2010

19. september 2010

Jæja þá er ég komin með vinnu :) Ég sótti um vinnu hjá McDonald's í síðustu viku og fór svo í viðtal í gær. Svo var hringt í mig til að láta mig vita að ég væri ráðin :) Ég byrja að vinna í næstu viku og ég hlakka frekar mikið til :)

Annars er ekki mikið að frétta. Það gengur ágætlega í skólanum og allt þannig. Ég man ekki hvort ég væri búin að segja frá því, en ég er að læra Japönsku á þessari önn. Og það er mjög gaman. Ég er búin að læra hvernig á að hafa mjög einföld samtöl og það er alltaf spennandi að læra nýja tungumál :)

Svo er ég ekki enn komin með kettling. Ég ætlaði að fara til SPCA í Quesnel á laugardaginn en þegar ég vaknaði, þá var ég svo þreytt að ég komst varla framúr. En ég ætla að reyna að fara annaðhvort á þriðjudaginn eða miðvikudaginn og ég verð þá væntanlega komin með kettling í þessari viku :)

5 comments:

Kattarkonan á Akureyri said...

Macdonals... er það ekki draumastarfið fyrir svona aðdáenda eins og þig hihi.....
Veldu kettling af kostgæfni, ekki endilega þann sætasta, ég mundi mæla með að velja þann sjálfstæðasta, spyrja spurnga eins og hver fór fyrstur að borða matinn sinn sjálfur hver lærði fyrst á kassann sinn og svoleiðis, þessir kettlingar eru harðari af sér þegar þeir stækka og eru yfirleitt gáfaðari en hinir.

davíð said...

Get ekki sagt að þetta komi á óvart, ég hefði fyrst orðið hissa ef þú hefðir fengið vinnu hjá Burger King.

Hver eru vinnufríðindin? Ókeypis hádegismatur?

Þetta verður fínt fyrir japönsku túristana, einhver sem talar japönsku í afgreiðslunni.

Mér gæti ekki staðið meira á sama um þennan kött.

Gulla said...

Ég vona bara Tinna mín að þú fáir ógeð á Macdonalds eftir að byrja að vinna þar :-)

Mundu bara að það er mikil ábyrgð að vera með dýr

Villi said...

Hef ég ekki heyrt einhvers staðar að salatið á McDonald's sé nokkuð heilsusamlegt?

Dō itashi mashite, Tinna mín.

Gulla said...

"Dö itashi matishe" ???? smá íslensku takk fyrir :-)