20 August 2010

Myndir

Hér eru nokkrar myndir frá Höfðaborg :)

 
Svona leit veðrið út daginn eftir að við komum.

 
En svo kom sólin út :) Ég man ekki alveg hvað þetta fjall heitir, en það er við hliðina á Table Mountain.

 

 
Svo skelltum við okkur í siglingarferð. Það sést í fótbolta völlinn þarna, alveg rosalega falleg bygging.

 
Svo fórum við Hylton til Canal Walk að versla :)

 
Mynd af Long Street á föstudagskvöldinu.

 
Á laugardeginum fórum við á tónleika með hljómsveit sem heitir Billy Talent; alveg frábær kanadísk hljómsveit :)

 

 

 

 

Og þarna eru nokkrar myndir :) Ég setti allar myndirnar inná Facebook hjá mér ef að einhver skyldi vilja sjá restina.

17 August 2010

Update :)

Það er víst orðið frekar langt síðan að ég bloggaði síðast. Hmm.

Lítið að frétta héðan. Ég skrapp til Höfðaborgar í lok júlí með Hylton og við vorum þar í ca. viku. Það var alveg þokkalega gaman. Við gerðum svosem ekkert mikið, en þetta var fyrsta skiptið mitt í Suður Afríku þannig að mér fannst þetta gaman :) Ég set nokkrar myndir inn seinna, allar myndirnar eru á flakkaranum og ég nenni ekki að tengja flakkarann við tölvuna akkúrat núna.

Svo eyðilagðist fallega talvan mín :( Ég er alveg rosalega sár út af því. Og núna er ég að nota fyrrverandi tölvuna hennar Dagmarar, þokkalega gömul iBook. Hún er svosem ágæt, frekar lítil finnst mér. En það er betra en að vera með enga tölvu.

Annars er ekkert mikið að gerast hér. Ég fer eftir akkúrat tvær vikur og ég er farin að hlakka til alveg rosalega mikið :) Ég vildi reyndar að ég væri með meira tíma í Namibíu til að vera með vinum og fjölskyldunni, en svona er þetta. Það var mín ákvörðun að flytja til Kanada og ég verð bara að lifa með allt sem fylgir því að búa langt í burtu frá öllum.

Jæja, ég ætla að fara að sofa. Ég skelli inn myndum frá Höfðaborg seinna í vikunni :)