07 September 2008

Veikindi

Ákvað að blogga aðeins áður en ég fer að sofa :)

Ekkert mikið er búið að gerast hér á þessum hluta heimsins.
Öll fjölskyldan hefur verið veik s.l. vikuna. Fyrst Rúnar Atli, síðan pabbi, síðan mamma og svo núna ég.
Alveg hrikalegt.

Síðan byrjaði skólinn á miðvikudaginn, síðasta önnin mín í 11. bekk :) Reyndar fór ég bara í skólann á miðvikudaginn og hluta fimmtudags. For heim snemma af því að mér leið ekki vel, og svo treysti ég mér ekki í skólann á föstudaginn. Alveg hrikalegt. Og núna á ég rúmlega eitt ár eftir af skóla :) verð búin með 12. bekk í október 2009, hlakka til ekkert smá mikið :)

Og það er staðfest að við fjölskyldan verðum á íslandi um jólin. Ég og mamma leggjum af stað héðan 30. nóvember; u.þ.b. 2 mánuðir í það; og við verðum í tæplega 6 vikur, leggjum af stað heim 11. janúar. Og til að koma öllum á óvart, þá hlakka ég reyndar til að fara til íslands. Ég stefni á því að fá æfingaleyfið mitt núna um jólin og svo vonandi fer ég aftur til íslands í apríl/maí á næsta ári til að taka ökuprófið.
Og síðan er hún elsku systir mín búin að redda mér vinnu um jólin þannig ég mun hafa alveg fullt til að gera. :)

Annars er ekkert mikið að gerast hjá mér. Er reyndar að reyna að ákveða hvort ég á að gera interpretive eða theory í listum. Erfið ákvörðun. Mjög erfið.+

Jæja, ég ætla að fara að sofa núna. Þarf víst að mæta í skólann á morgun.

1 comment:

Anonymous said...

Alltaf gaman að lesa bloggið þitt elskan.

kv,
mamma