22 May 2008

Veikindi, úrslitaleikur og svo svör...

já ekkert mikið hefur gerst á undanförnum dögum hjá mér..
Er búin að vera með alveg svakalegan hósta í nokkra daga, alla vegna síðan laugardaginn sl. og svo í fyrradag þá var ég sí-hóstandi og munaði litlu að ég gæti andað. Þannig að ég sleppti skólanum í gær með þeirri von að þetta mundi lagast með miklum svefni. Fór því aftur upp í rúm um það leyti sem pabbi og Rúnar Atli lögðu af stað í vinnuna/skólann. Náði að sofna, en vaknaði síðan við sms frá pabba um 9-leytið en sofnaði aftur stuttu seinna :) Síðan vaknaði ég hálf tvö þegar pabbi hringdi í mig að láta mig vita að hann væri kominn heim og að hann Rúnar Atli væri með skurð á kinninni og hafi farið á spítala.
Jæja, ekkert smá sár hjá honum bróður mínum, en þetta lagast alveg.

Svo þegar pabbi var kominn heim úr vinnunni um 5, þá settumst við fyrir framan sjónvarpið og byrjuðum að horfa á Love Actually. Síðan 7.30 var slökkt á myndinni og við undirbúðum okkur fyrir stórleikinn Manchester United - Chelsea. S.s lokaleikur evropukeppninar.
Og ekkert smá góður leikur. Það var ekki talað um neitt annað í skólanum í dag. Sumir mættu í Manchester bolum eða með Manchester fána. Og fyrir þá sem vita ekki, þá fór leikurinn 1-1 og síðan tapaði Chelsea í vítaspyrnukeppni :(
Og það eru margir sem vilja kenna honum Terry um þetta, en mér finnst það ekkert vera honum að kenna. Þannig að já.
Svo rúmlega 10 mínútum eftir að leikurinn kláraðist fékk ég símtal frá honum Eben. Og hann vildi bara hlægja að mér og mínu liði af því að við töpuðum. (hann er nefnilega Manchester aðdáandi og ég Chelsea...) Svo nokkrum mínútum seinna fékk ég örugglega 5 sms frá mismunandi fólki...
Skemmtilegir vinir

Jæja, þá kemur að því sem ég veit að þið hafi verið að bíða eftir... Svör við spurningum ykkar =/

Ok. Byrjum bara á basics.
Hann heitir Eben og er 20 ára gamall (verður 21 í september). Hann er héðan og já... Er með vinnu og æðislega nettan, lítinn, gulan bíl :)
Og Doddi... GLÆTAN að þú fáir að hitta hann. Bara nei. Alls ekki. Ég mótmæli því algjörlega.
Og til að svara þér Davíð, þá já... Ef að einhver annar álitlegur gaur mætir á svæðið, þá er ég á lausu. Þannig er það bara.
Til að vitna í henni móður minni, 'þá ertu bara ung einu sinni. Strákarnir koma og fara. Njóttu þess á meðan að þú getur.'

Ég ætla að vona að þetta hafi nægt ykkur.

:)

8 comments:

Anonymous said...

Ég á bara ekki orð, auðvitað fæ ég að hitta hann ég er jú besti frændi þinn og ef ég fæ ekki að hitta hann þá færð þú enga gjöf frá okkur þegar við komum:-)
Ég trúi því ekki að mamma þín hefur sagt þetta, hún var svo stilt og þæg þegar hún var ung og hafði engan kærasta fyrr en hún hitti pabba þinn.
Doddi besti frændi þinn

Tinna said...

Haha. Nei. Þú færð ekki að hitta hann. Útrætt mál. Og jú, hún móðir mín sagði þetta.
Stilt og þæg? Yeah right

Litið blogg úr villta vestrinu said...

hehehehe..... nú fór ég bara að hlægja !!!!!!!!!! mamman þín hefur örugglega sagt þetta uppúr svefni !!

Anonymous said...

En er þetta RÚSSINN?
Vesturbæjar tröllið!!!

Villi said...

Merkilegt að mamman kommentar ekkert á þessi ummæli...

Anonymous said...

Við Gulla bjóðum honum bara á KFC eða Gulla getur kanski tekið með sér súran hákarl og sagt að hann verður að borða hann annars verði hann ekki velkominn í fjölsk.
Tinna getur valið.
Doddi

Anonymous said...

Úff, ég hef bara ekki getað kommentað neitt á þetta - er bara í sjokki. Ég skal ALDREI trúa því að ég hafi sagt þetta - ALDREI

Æ æ æ, ég þarf að sofa á þessu.

kv,
mamma

vennesla said...

Ég segi eins og Doddi, það bara getur ekki verið að hún Guðlaug hafi sagt þetta, enda var hún sjálf með eindæmum stilltur unglingur:-)

Koss og knús frá Maju frænku